Ný fjölmiðlanefnd skipuð 8. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi. Það þarf væntanlega varla að minna fólk á hvernig umræðan um lög á fjölmiðla endaði í sumar eftir mikinn hamagang. Forseti lýðveldisins neitaði að samþykkja lög á fjölmiðla. Ríkisstjórnin kom í framhaldinu með breytingu á þeim lögum en síðan var málið dregið til baka. Nú er það hins vegar komið af stað aftur en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vonast til að betri samstaða náist nú, enda verði nefndin skipuð fulltrúum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir nefndina verða skipaða fimm aðilum, þremur úr ríkisstjórn og tveimur úr stjórnarandstöðu. Hún segist gera sér grein fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir séu fleiri en tveir en eftir því sem þingmenn þeirra flokka segja sjálfir er stjórnarandstaðan mjög samhent í málinu. Því verði þeim varla skotaskuld að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Markmið nefndarinnar er að halda áfram þar sem frá var horfið í vinnu síðustu fjölmiðlanenfdar, m.a. með því að fara yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf, skoða fjölmiðlaumhverfið með tilliti til stafrænna útsendinga, samþjöppun á eignarhaldi og markaðsstöðu RÚV. Þorgerður telur mjög mikilvægt að nefndin leiti til allra þeirra sem best þekki í málefnum fjölmiðla í vinnu sinni. Ráðherra bendir á að eitt af því sem menn gagnrýndu hvað harðast í umræðunni hafi verið aðferðarfræðin, sem nú verður önnur. Í næsta mánuði hyggst ráðherra efna til fjölmiðlaráðstefnu þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt. Ráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi. Það þarf væntanlega varla að minna fólk á hvernig umræðan um lög á fjölmiðla endaði í sumar eftir mikinn hamagang. Forseti lýðveldisins neitaði að samþykkja lög á fjölmiðla. Ríkisstjórnin kom í framhaldinu með breytingu á þeim lögum en síðan var málið dregið til baka. Nú er það hins vegar komið af stað aftur en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vonast til að betri samstaða náist nú, enda verði nefndin skipuð fulltrúum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir nefndina verða skipaða fimm aðilum, þremur úr ríkisstjórn og tveimur úr stjórnarandstöðu. Hún segist gera sér grein fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir séu fleiri en tveir en eftir því sem þingmenn þeirra flokka segja sjálfir er stjórnarandstaðan mjög samhent í málinu. Því verði þeim varla skotaskuld að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Markmið nefndarinnar er að halda áfram þar sem frá var horfið í vinnu síðustu fjölmiðlanenfdar, m.a. með því að fara yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf, skoða fjölmiðlaumhverfið með tilliti til stafrænna útsendinga, samþjöppun á eignarhaldi og markaðsstöðu RÚV. Þorgerður telur mjög mikilvægt að nefndin leiti til allra þeirra sem best þekki í málefnum fjölmiðla í vinnu sinni. Ráðherra bendir á að eitt af því sem menn gagnrýndu hvað harðast í umræðunni hafi verið aðferðarfræðin, sem nú verður önnur. Í næsta mánuði hyggst ráðherra efna til fjölmiðlaráðstefnu þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt. Ráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á vorþingi.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira