Sameining um áramótin 8. október 2004 00:01 Stefnt er að sameiningu SPRON og Sparisjóðs Vélstjóra um áramótin. Forystumenn sjóðanna vonast til að fá fleiri sparisjóði til liðs við sig í framhaldinu. Enda þótt samrunanefnd, skipuð stjórnarformönnum og endurskoðendum beggja sparisjóða, eigi eftir að taka til starfa eru menn langt komnir með sameininguna. Þegar liggur nefnilega fyrir skiptahlutfall við sameiningu en stjórnir sjóðanna hafa komið sér saman um að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis verði með sextíu prósenta hlut en Sparisjóða Vélstjóra með fjörutíu. Stjórnarformennirnir tveir, Óskar Magnússon hjá SPRON og Jón Þorsteinn Jónsson hjá SPV, eru sammála um að þetta sé rétta leiðin til að fara því stærri eining sé betur í stakk búin til að bjóða hagstæðari kjör. Lagasetningin í vor hafi að þeirra mati múrað sparisjóðina inni sem þýði að leiðin til að stækka sé aukin samvinna innan sparisjóðafjölskyldunnar. Skiptar skoðanir hafa einmitt verið um þessa hluti milli stjórnenda sparisjóða, í reynd tvær fylkingar. SPRON tilheyrði annarri en SPV hinni. Þessi viljayfirlýsing sem birt var í dag sendir því klár skilaboð til hinna. Óskar Magnússon, stjórnarformaður SPRON, segir þetta senda merki um það að þessum fylkingum eigi að ljúka. Stjórnarformennirnir segja lengi hafa legið í loftinu að hagræða þyrfti í sparisjóðakerfinu, en að aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hafi ýtt við þeim. Staða þessarra tveggja sjóða sé þó góð en eiginfjárstaða þeirra saman sé yfir hundrað milljarðar króna. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV, segir þá vera bjartsýna - annars stæðu þeir ekki í þessu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Stefnt er að sameiningu SPRON og Sparisjóðs Vélstjóra um áramótin. Forystumenn sjóðanna vonast til að fá fleiri sparisjóði til liðs við sig í framhaldinu. Enda þótt samrunanefnd, skipuð stjórnarformönnum og endurskoðendum beggja sparisjóða, eigi eftir að taka til starfa eru menn langt komnir með sameininguna. Þegar liggur nefnilega fyrir skiptahlutfall við sameiningu en stjórnir sjóðanna hafa komið sér saman um að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis verði með sextíu prósenta hlut en Sparisjóða Vélstjóra með fjörutíu. Stjórnarformennirnir tveir, Óskar Magnússon hjá SPRON og Jón Þorsteinn Jónsson hjá SPV, eru sammála um að þetta sé rétta leiðin til að fara því stærri eining sé betur í stakk búin til að bjóða hagstæðari kjör. Lagasetningin í vor hafi að þeirra mati múrað sparisjóðina inni sem þýði að leiðin til að stækka sé aukin samvinna innan sparisjóðafjölskyldunnar. Skiptar skoðanir hafa einmitt verið um þessa hluti milli stjórnenda sparisjóða, í reynd tvær fylkingar. SPRON tilheyrði annarri en SPV hinni. Þessi viljayfirlýsing sem birt var í dag sendir því klár skilaboð til hinna. Óskar Magnússon, stjórnarformaður SPRON, segir þetta senda merki um það að þessum fylkingum eigi að ljúka. Stjórnarformennirnir segja lengi hafa legið í loftinu að hagræða þyrfti í sparisjóðakerfinu, en að aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hafi ýtt við þeim. Staða þessarra tveggja sjóða sé þó góð en eiginfjárstaða þeirra saman sé yfir hundrað milljarðar króna. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV, segir þá vera bjartsýna - annars stæðu þeir ekki í þessu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira