SPRON og SPV líklega að sameinast 8. október 2004 00:01 Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) hafa í umboði stjórna undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sparisjóðanna. Stjórnir beggja sjóðanna eru sammála um að fleiri sparisjóðir geti gengið til sameiningar við SPRON og SPV, enda muni hagur sparisjóðanna tveggja eflast við sameiningu og jafnframt hagur annarra sparisjóða í landinu ef af frekari sameiningu verður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðunum sem send var út fyrir stundu.Verðmætamat og greining hefur farið fram á báðum sjóðum af óháðum endurskoðanda. Á grundvelli hennar og annarra atriða sem mikilvæg eru í tengslum við samrunann eru stjórnirnar sammála um að hlutfall SPRON verði 60/100 og hlutfall SPV verði 40/100 í sameinuðum sparisjóði. Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, telur að sameining af þessu tagi muni bæta hag stofnfjáreigenda, auka verðmæti stofnfjárbréfa og gera viðskipti með þau greiðari. Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, telur þessu til viðbótar að sameining sjóðanna muni leiða til hagræðingar í rekstri og aukinna sóknarfæra. Þá væntir hann þess að arðsemi verði betri til hagsbóta fyrir viðskiptamenn sparisjóðanna og jafnframt skapa starfsmönnum traustara starfsumhverfi. Á næstunni verður í þessum tilgangi skipuð samrunanefnd sem í eiga sæti tveir menn frá hvorum sjóði, Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, og Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, ásamt endurskoðendum beggja sparisjóðanna, þeim Sigurði Jónssyni og Þóri Ólafssyni. Á meðal verkefna samrunanefndarinnar verður að setja fram markmið með samrunanum, áætla samrunaáhrif, gera tillögu um samrunaaðferð, skipulag, stjórn og helstu stjórnendur. Ef sameining sjóðanna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi 1. janúar 2005. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Sjá meira
Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) hafa í umboði stjórna undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sparisjóðanna. Stjórnir beggja sjóðanna eru sammála um að fleiri sparisjóðir geti gengið til sameiningar við SPRON og SPV, enda muni hagur sparisjóðanna tveggja eflast við sameiningu og jafnframt hagur annarra sparisjóða í landinu ef af frekari sameiningu verður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðunum sem send var út fyrir stundu.Verðmætamat og greining hefur farið fram á báðum sjóðum af óháðum endurskoðanda. Á grundvelli hennar og annarra atriða sem mikilvæg eru í tengslum við samrunann eru stjórnirnar sammála um að hlutfall SPRON verði 60/100 og hlutfall SPV verði 40/100 í sameinuðum sparisjóði. Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, telur að sameining af þessu tagi muni bæta hag stofnfjáreigenda, auka verðmæti stofnfjárbréfa og gera viðskipti með þau greiðari. Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, telur þessu til viðbótar að sameining sjóðanna muni leiða til hagræðingar í rekstri og aukinna sóknarfæra. Þá væntir hann þess að arðsemi verði betri til hagsbóta fyrir viðskiptamenn sparisjóðanna og jafnframt skapa starfsmönnum traustara starfsumhverfi. Á næstunni verður í þessum tilgangi skipuð samrunanefnd sem í eiga sæti tveir menn frá hvorum sjóði, Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, og Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, ásamt endurskoðendum beggja sparisjóðanna, þeim Sigurði Jónssyni og Þóri Ólafssyni. Á meðal verkefna samrunanefndarinnar verður að setja fram markmið með samrunanum, áætla samrunaáhrif, gera tillögu um samrunaaðferð, skipulag, stjórn og helstu stjórnendur. Ef sameining sjóðanna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi 1. janúar 2005.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Sjá meira