Hr. Ibrahim og blóm Kóransins Egill Helgason skrifar 10. október 2004 00:01 Eric-Emmanuel Schmitt: Hr. Ibrahim og blóm Kóransins. Bjartur 2004. Í tísku eru litlar snotrar bækur sem láta eins og þær hafi að geyma mikla lífsvisku. Í hug kemur hinn ofurvinsæli Alkemisti eftir Coelho. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins má örugglega setja í þessa deild - þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi. Maður kemst í gegnum hana á innan við klukkutíma - og hún skilur eftir notalega kennd fyrir svefninn. Annars hefur þessi bók nýlega verið kvikmynduð með gamla hjartaknúsarann Omar Sharif í aðalhlutverki - augu hans væntanlega rök sem aldrei fyrr. En hann er ábyggilega geðfelldur Hr. Ibrahim. Eric-Emmanuel Schmitt er franskur höfundur, skrifaði meðal annars leikritið vinsæla Abel Snorko býr einn sem Arnar Jónsson túlkaði svo ógleymanlega. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er þriðja bókin í þríleik sem á að fjalla um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Hinar bækurnar eru Óskar og bleikklædda konan og Milarepa. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er fín. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Eric-Emmanuel Schmitt: Hr. Ibrahim og blóm Kóransins. Bjartur 2004. Í tísku eru litlar snotrar bækur sem láta eins og þær hafi að geyma mikla lífsvisku. Í hug kemur hinn ofurvinsæli Alkemisti eftir Coelho. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins má örugglega setja í þessa deild - þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi. Maður kemst í gegnum hana á innan við klukkutíma - og hún skilur eftir notalega kennd fyrir svefninn. Annars hefur þessi bók nýlega verið kvikmynduð með gamla hjartaknúsarann Omar Sharif í aðalhlutverki - augu hans væntanlega rök sem aldrei fyrr. En hann er ábyggilega geðfelldur Hr. Ibrahim. Eric-Emmanuel Schmitt er franskur höfundur, skrifaði meðal annars leikritið vinsæla Abel Snorko býr einn sem Arnar Jónsson túlkaði svo ógleymanlega. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er þriðja bókin í þríleik sem á að fjalla um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Hinar bækurnar eru Óskar og bleikklædda konan og Milarepa. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er fín.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira