Hópur forstjóra ræður Íslandsbanka 12. október 2004 00:01 Lífeyrissjóður Verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir tæpa fimm milljarða króna. Kaupendur voru annars vegar hópur einstaklinga sem eru stórir hluthafar í bankanum og hinsvegar Straumur fjárfestingarbanki. Hvor hópur um sig kaupir tveggja prósenta hlut. Þessir aðilar munu tilbúnir til þessa að vinna saman að stjórn bankans. Þar með er hópur bankaráðsmannanna Einars Sveinssonar, Karls Wernerssonar og Jóns Snorrasonar með undirtökin í stjórn Íslandsbanka. Þessir bankaráðsmenn hafa stutt forstjóra bankans Bjarna Ármannsson. Auk þeirra kaupir Steinunn Jónsdóttir hlut í bankanum. Hún er af Bykófjölskyldunni og má búast við að sú fjölskylda komi í framhaldinu í auknum mæli að stjórn bankans og vinni með þessum hópi. Hópurinn ræður nú um þriðjungi atkvæða hluthafa. Andstæð fylking innan bankans hefur verið undir forystu Víglundar Þorsteinssonar sem situr fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna í bankaráðinu. Þessi hópur fjögurra bankaráðsmanna mun fara út úr stjórn bankans á hluthafafundi sem verður boðaður fljótlega. Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunamanna barst tilboð um kaup á tveggja prósenta hlut í Íslandsbanka. Innan stjórnarinnar hefur verið andstaða við að fulltrúar sjóðsins skipi sér í fylkingar innan bankarðas Íslandsbaka. Tekist var á í stjórn sjóðsins um söluna, en einróma niðurstaða varð að selja allt að fjögurra prósenta hlut til hæstbjóðanda. Efir söluna á lífeyrisjsóðurinn 2,77 prósenta hlut í bankanum. Einar Sveinsson stjórnarformaður Íslandsbanka segir að með kaupunum sé komin góður kjölfestuhópur að bankanum sem geti unnið saman að hagsmunum bankans. "Mér finnst ekki slæmt að Straumur eigi þarna sinn hlut. Það er þá komið andlit á bakvið þann hlut og eðlilegt að í framhaldinu ræði menn hvernig stjórn verði sett saman." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Lífeyrissjóður Verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir tæpa fimm milljarða króna. Kaupendur voru annars vegar hópur einstaklinga sem eru stórir hluthafar í bankanum og hinsvegar Straumur fjárfestingarbanki. Hvor hópur um sig kaupir tveggja prósenta hlut. Þessir aðilar munu tilbúnir til þessa að vinna saman að stjórn bankans. Þar með er hópur bankaráðsmannanna Einars Sveinssonar, Karls Wernerssonar og Jóns Snorrasonar með undirtökin í stjórn Íslandsbanka. Þessir bankaráðsmenn hafa stutt forstjóra bankans Bjarna Ármannsson. Auk þeirra kaupir Steinunn Jónsdóttir hlut í bankanum. Hún er af Bykófjölskyldunni og má búast við að sú fjölskylda komi í framhaldinu í auknum mæli að stjórn bankans og vinni með þessum hópi. Hópurinn ræður nú um þriðjungi atkvæða hluthafa. Andstæð fylking innan bankans hefur verið undir forystu Víglundar Þorsteinssonar sem situr fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna í bankaráðinu. Þessi hópur fjögurra bankaráðsmanna mun fara út úr stjórn bankans á hluthafafundi sem verður boðaður fljótlega. Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunamanna barst tilboð um kaup á tveggja prósenta hlut í Íslandsbanka. Innan stjórnarinnar hefur verið andstaða við að fulltrúar sjóðsins skipi sér í fylkingar innan bankarðas Íslandsbaka. Tekist var á í stjórn sjóðsins um söluna, en einróma niðurstaða varð að selja allt að fjögurra prósenta hlut til hæstbjóðanda. Efir söluna á lífeyrisjsóðurinn 2,77 prósenta hlut í bankanum. Einar Sveinsson stjórnarformaður Íslandsbanka segir að með kaupunum sé komin góður kjölfestuhópur að bankanum sem geti unnið saman að hagsmunum bankans. "Mér finnst ekki slæmt að Straumur eigi þarna sinn hlut. Það er þá komið andlit á bakvið þann hlut og eðlilegt að í framhaldinu ræði menn hvernig stjórn verði sett saman."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira