Bjarni styrkti stöðu sína 13. október 2004 00:01 Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. Umtalsverðar breytingar verða í bankaráði Íslandsbanka eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir fimm milljarða. Eftir söluna á sjóðurinn 2,77 prósent í bankanum. Kaupendur hlutarins eru Straumur, stærsti hluthafinn í bankanum sem keypti tveggja prósenta hlut, og fjögur fjárfestingarfélög sem öll áttu hluti fyrir í bankanum og keyptu hvert um hálft prósent. Eignarhlutur Straums eftir söluna í gær er um sextán prósent en félögin fjögur eiga um þrjátíu prósent. Með kaupunum í gær hafa orðið kaflaskipti í átökunum um Íslandsbanka. Sú fylking sem stutt hefur Bjarna Ármansson, forstjóra bankans, hefur aftur náð undirtökunum en þar fara fremstir í flokki Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, Karl Wernersson og Jón Snorrason. Víglundur Þorsteinsson hefur verið bankaráðsmaður Lífeyrissjóðsins en hann hverfur nú úr bankaráðinu á næsta hluthafafundi líkt og einhverjir fleiri. Hann hefur verið talsmaður þess að Íslandsbanki stækki og talið skynsamlegasta kostinn að sameinast Straumi. Straumur á fyrir tveimur stjórnarmönnum en líklegt er að Helgi Magnússon verði annar þeirra. Átökin snúast að mati flestra um hvort sameina eigi Straum og Íslandsbanka. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði telja ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði fyrir næsta hluthafafund sem er að líkindum eftir fjórar vikur, átökin haldi því áfram og menn gætu setið uppi með gerbreytta mynd. Heimildarmenn innan Íslandsbanka segja hins vegar að Straumur hafi spennt bogann til fulls með því að binda um tuttugu milljarða í bankanum. Kaupin í gær hafi verið táknræn fyrir einingu framundan og nú semji menn um framhaldið. Frekari breytinga sé ekki að vænta. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. Umtalsverðar breytingar verða í bankaráði Íslandsbanka eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna seldi í gær fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka fyrir fimm milljarða. Eftir söluna á sjóðurinn 2,77 prósent í bankanum. Kaupendur hlutarins eru Straumur, stærsti hluthafinn í bankanum sem keypti tveggja prósenta hlut, og fjögur fjárfestingarfélög sem öll áttu hluti fyrir í bankanum og keyptu hvert um hálft prósent. Eignarhlutur Straums eftir söluna í gær er um sextán prósent en félögin fjögur eiga um þrjátíu prósent. Með kaupunum í gær hafa orðið kaflaskipti í átökunum um Íslandsbanka. Sú fylking sem stutt hefur Bjarna Ármansson, forstjóra bankans, hefur aftur náð undirtökunum en þar fara fremstir í flokki Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, Karl Wernersson og Jón Snorrason. Víglundur Þorsteinsson hefur verið bankaráðsmaður Lífeyrissjóðsins en hann hverfur nú úr bankaráðinu á næsta hluthafafundi líkt og einhverjir fleiri. Hann hefur verið talsmaður þess að Íslandsbanki stækki og talið skynsamlegasta kostinn að sameinast Straumi. Straumur á fyrir tveimur stjórnarmönnum en líklegt er að Helgi Magnússon verði annar þeirra. Átökin snúast að mati flestra um hvort sameina eigi Straum og Íslandsbanka. Sérfræðingar á verðbréfamarkaði telja ekki ólíklegt að fleiri breytingar verði fyrir næsta hluthafafund sem er að líkindum eftir fjórar vikur, átökin haldi því áfram og menn gætu setið uppi með gerbreytta mynd. Heimildarmenn innan Íslandsbanka segja hins vegar að Straumur hafi spennt bogann til fulls með því að binda um tuttugu milljarða í bankanum. Kaupin í gær hafi verið táknræn fyrir einingu framundan og nú semji menn um framhaldið. Frekari breytinga sé ekki að vænta.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira