Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt 13. október 2004 00:01 Lögmenn stóru olíufélaganna munu tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði á mánudaginn. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur að binda endi á rannsóknina með greiðslu sekta er numu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sektirnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur lögmanns sýnir reynslan að undantekningarlaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð málsins. Hún bendir á að í grænmetismálinu svokallaða, er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð lækkaði hæstiréttur sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent. Voru sektirnar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og numu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósent af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bilinu 12-16 milljarðar króna og nam sekt Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin er Samkeppnisráð bauð olíufélögunum að greiða er því fimmfalt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóminn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Lögmenn stóru olíufélaganna munu tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði á mánudaginn. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur að binda endi á rannsóknina með greiðslu sekta er numu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sektirnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur lögmanns sýnir reynslan að undantekningarlaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð málsins. Hún bendir á að í grænmetismálinu svokallaða, er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð lækkaði hæstiréttur sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent. Voru sektirnar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og numu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósent af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bilinu 12-16 milljarðar króna og nam sekt Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin er Samkeppnisráð bauð olíufélögunum að greiða er því fimmfalt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóminn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira