Barist um hvert atkvæði 15. október 2004 00:01 Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira