Barist um hvert atkvæði 15. október 2004 00:01 Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira