Erlent Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. Erlent 28.10.2025 09:42 Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Stjórnvöld í Ástralíu hafa neitað strandblakaranum Steven van de Velde um að koma inn í landið, þar sem hann hugðist keppa á heimsmeistaramótinu í Adelaide. Erlent 28.10.2025 08:27 Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. Erlent 28.10.2025 07:43 Játar að hafa myrt Shinzo Abe Fjörutíu og fimm ára karlmaður, Tetsuya Yamagami, hefur viðurkennt að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, á útifundi árið 2022. Réttarhöld í máli Yamagami hófust í borginni Nara í vesturhluta Japans í morgun. Erlent 28.10.2025 07:41 Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Donald Trump Bandaríkjaforseti og Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japan, hafa undirritað samkomulag um fágæta málma og önnur steinefni. Erlent 28.10.2025 07:09 Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. Erlent 27.10.2025 21:54 Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað er yfir tíu manns í París sem hafa sagt forsetafrú Frakklands vera karlmann. Þau hafa verið kærð fyrir netáreitni en álíka mál hefur einnig verið höfðað í Bandaríkjunum. Erlent 27.10.2025 19:20 Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Réttað er yfir pólskri konu sem heldur því fram að hún sé Madeleine McCann. Hún var handtekin í febrúar og er ákærð fyrir umsáturseinelti gegn foreldrum McCann. Konan hefur mætt heim til hjónanna og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi að hún sé týnda dóttir þeirra. Erlent 27.10.2025 16:43 Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. Erlent 27.10.2025 15:32 Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. Erlent 27.10.2025 12:48 Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Æðsti dómstóll Kamerún lýsti Paul Biya sigurvegara kosninga sem fóru fram fyrr í mánuðinum í dag. Biya er elsti forseti í heimi en hann verður á hundraðasta ári þegar kjörtímabili hans lýkur. Fjórir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita en stjórnarandstaðan telur að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. Erlent 27.10.2025 12:12 Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Fjórða stigs fellibylurinn Melissa sem stefnir nú á Jamaíka gæti styrkst enn frekar áður en hann gengur á land þar. Hann yrði þá öflugasti fellibylur sem dunið hefur á eyjunni í fleiri áratugi. Erlent 27.10.2025 08:53 Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. Erlent 27.10.2025 07:59 Milei vann stórsigur í Argentínu Javíer Milei forseti Argentínu leiddi flokk sinn til stórsigurs í þingkosningum sem fram fóru í landinu um helgina. Kosið er um hluta þingsæta á miðju kjörtímabili fosetans og er sigurinn sagður skýrt merki um að landsmenn séu margir ánægðir með áherslur hans í efnahagsmálum sem hafa endurspeglast í miklum niðurskurði og frjálshyggju. Erlent 27.10.2025 07:30 Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. Erlent 27.10.2025 07:15 Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Erlent 26.10.2025 23:48 Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Umfangsmikilli leit að flugvél sem hvarf skammt utan Nuuk á Grænlandi hefur aftur verið frestað en hún hefur enn engan árangur borið. Leitin mun halda áfram á morgun, mánudag. Einn var um borð. Erlent 26.10.2025 21:20 Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Erlent 26.10.2025 20:02 Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Nokkrar íbúðarblokkir hafa verið rýmdar og á bilinu 300 til 400 manns hefur verið komið fyrir á nálægu hóteli eftir grjóthrun skammt frá Carl Berners-torgi í Ósló. Erlent 26.10.2025 20:02 Newsom íhugar forsetaframboð Gavin Newsom, ríkisstjóri Demókrata í Kaliforníu, hefur látið mikið fyrir sér fara í andspyrnu sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hefur einnig verið títt orðaður við framboð til forseta í næstu kosningum og sagði í dag að hann íhugaði alvarlega að gefa á sér kost. Erlent 26.10.2025 19:27 Allt undir hjá forsetanum hárprúða Argentínumenn ganga í dag til þingkosninga sem taldar eru prófsteinn fyrir Javier Milei, hinn hárprúða forseta landsins. Róttæk frjálshyggja hans er undir í kosningunum enda hægara sagt en gert að koma stefnumálum sínum í gegn án fleiri sæta í þinginu. Erlent 26.10.2025 18:52 Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Leiðtogar uppreisnarsveita Rapid Support Forces (RSF) í Súdan segjast hafa handsamað höfuðstöðvar stjórnarhersins í borginni el-Fasher. RSF-liðar hafa setið um borgina um langt skeið en hún er sú stærsta í Darfur-héraði sem stjórnin heldur enn. Óttast er að blóðbað muni fylgja á hæla falls borgarinnar, þar sem að minnsta kosti 250 þúsund manns eru talin búa. Erlent 26.10.2025 14:44 Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Erlent 26.10.2025 13:33 Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum. Erlent 26.10.2025 10:32 Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Tveir menn hafa verið handteknir vegna ránsins í Louvre um síðustu helgi. Annar þeirra ku hafa verið handtekinn á leið um borð í flugvél til Alsír um klukkan tíu í gærkvöldi og hinn var handtekinn í eða við París skömmu síðar. Erlent 26.10.2025 09:41 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. Erlent 26.10.2025 08:56 Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. Erlent 26.10.2025 08:12 Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur. Erlent 25.10.2025 22:30 Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. Erlent 25.10.2025 19:32 Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Catherine Connolly vann sannfærandi sigur í nýafstöðnum kosningum til embættis forseta Írlands. Hún er írskumælandi sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Erlent 25.10.2025 18:46 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Búast við hamförum vegna Melissu Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. Erlent 28.10.2025 09:42
Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Stjórnvöld í Ástralíu hafa neitað strandblakaranum Steven van de Velde um að koma inn í landið, þar sem hann hugðist keppa á heimsmeistaramótinu í Adelaide. Erlent 28.10.2025 08:27
Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. Erlent 28.10.2025 07:43
Játar að hafa myrt Shinzo Abe Fjörutíu og fimm ára karlmaður, Tetsuya Yamagami, hefur viðurkennt að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, á útifundi árið 2022. Réttarhöld í máli Yamagami hófust í borginni Nara í vesturhluta Japans í morgun. Erlent 28.10.2025 07:41
Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Donald Trump Bandaríkjaforseti og Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japan, hafa undirritað samkomulag um fágæta málma og önnur steinefni. Erlent 28.10.2025 07:09
Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. Erlent 27.10.2025 21:54
Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað er yfir tíu manns í París sem hafa sagt forsetafrú Frakklands vera karlmann. Þau hafa verið kærð fyrir netáreitni en álíka mál hefur einnig verið höfðað í Bandaríkjunum. Erlent 27.10.2025 19:20
Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Réttað er yfir pólskri konu sem heldur því fram að hún sé Madeleine McCann. Hún var handtekin í febrúar og er ákærð fyrir umsáturseinelti gegn foreldrum McCann. Konan hefur mætt heim til hjónanna og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi að hún sé týnda dóttir þeirra. Erlent 27.10.2025 16:43
Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. Erlent 27.10.2025 15:32
Hafa fundið Cessna-vélina Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af. Erlent 27.10.2025 12:48
Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Æðsti dómstóll Kamerún lýsti Paul Biya sigurvegara kosninga sem fóru fram fyrr í mánuðinum í dag. Biya er elsti forseti í heimi en hann verður á hundraðasta ári þegar kjörtímabili hans lýkur. Fjórir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita en stjórnarandstaðan telur að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. Erlent 27.10.2025 12:12
Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Fjórða stigs fellibylurinn Melissa sem stefnir nú á Jamaíka gæti styrkst enn frekar áður en hann gengur á land þar. Hann yrði þá öflugasti fellibylur sem dunið hefur á eyjunni í fleiri áratugi. Erlent 27.10.2025 08:53
Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. Erlent 27.10.2025 07:59
Milei vann stórsigur í Argentínu Javíer Milei forseti Argentínu leiddi flokk sinn til stórsigurs í þingkosningum sem fram fóru í landinu um helgina. Kosið er um hluta þingsæta á miðju kjörtímabili fosetans og er sigurinn sagður skýrt merki um að landsmenn séu margir ánægðir með áherslur hans í efnahagsmálum sem hafa endurspeglast í miklum niðurskurði og frjálshyggju. Erlent 27.10.2025 07:30
Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. Erlent 27.10.2025 07:15
Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Erlent 26.10.2025 23:48
Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Umfangsmikilli leit að flugvél sem hvarf skammt utan Nuuk á Grænlandi hefur aftur verið frestað en hún hefur enn engan árangur borið. Leitin mun halda áfram á morgun, mánudag. Einn var um borð. Erlent 26.10.2025 21:20
Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Erlent 26.10.2025 20:02
Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Nokkrar íbúðarblokkir hafa verið rýmdar og á bilinu 300 til 400 manns hefur verið komið fyrir á nálægu hóteli eftir grjóthrun skammt frá Carl Berners-torgi í Ósló. Erlent 26.10.2025 20:02
Newsom íhugar forsetaframboð Gavin Newsom, ríkisstjóri Demókrata í Kaliforníu, hefur látið mikið fyrir sér fara í andspyrnu sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hefur einnig verið títt orðaður við framboð til forseta í næstu kosningum og sagði í dag að hann íhugaði alvarlega að gefa á sér kost. Erlent 26.10.2025 19:27
Allt undir hjá forsetanum hárprúða Argentínumenn ganga í dag til þingkosninga sem taldar eru prófsteinn fyrir Javier Milei, hinn hárprúða forseta landsins. Róttæk frjálshyggja hans er undir í kosningunum enda hægara sagt en gert að koma stefnumálum sínum í gegn án fleiri sæta í þinginu. Erlent 26.10.2025 18:52
Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Leiðtogar uppreisnarsveita Rapid Support Forces (RSF) í Súdan segjast hafa handsamað höfuðstöðvar stjórnarhersins í borginni el-Fasher. RSF-liðar hafa setið um borgina um langt skeið en hún er sú stærsta í Darfur-héraði sem stjórnin heldur enn. Óttast er að blóðbað muni fylgja á hæla falls borgarinnar, þar sem að minnsta kosti 250 þúsund manns eru talin búa. Erlent 26.10.2025 14:44
Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Erlent 26.10.2025 13:33
Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum. Erlent 26.10.2025 10:32
Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Tveir menn hafa verið handteknir vegna ránsins í Louvre um síðustu helgi. Annar þeirra ku hafa verið handtekinn á leið um borð í flugvél til Alsír um klukkan tíu í gærkvöldi og hinn var handtekinn í eða við París skömmu síðar. Erlent 26.10.2025 09:41
Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. Erlent 26.10.2025 08:56
Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. Erlent 26.10.2025 08:12
Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur. Erlent 25.10.2025 22:30
Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. Erlent 25.10.2025 19:32
Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Catherine Connolly vann sannfærandi sigur í nýafstöðnum kosningum til embættis forseta Írlands. Hún er írskumælandi sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Erlent 25.10.2025 18:46