Allt logar í málaferlum 18. október 2004 00:01 Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjórum árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þessara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblikanar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjörseðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er innanríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikönum í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innanríkisráðherrann úr Repúblikanaflokknum hefur sakað ríkissaksóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með framkvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segjast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjórum árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þessara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblikanar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjörseðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er innanríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikönum í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innanríkisráðherrann úr Repúblikanaflokknum hefur sakað ríkissaksóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með framkvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segjast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira