Óákveðnir og nýir ráða úrslitum 18. október 2004 00:01 Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. David Rohde kennir stjórnmálafræði við Michigan-háskóla og hefur um árabil fylgst með og rannsakað kosningahegðun bandarískra kjósenda. Hann segir að það séu nokkrir óvissuþættir í kapphlaupinu um Hvíta húsið þó að fáir séu óákveðnir. Hann telur sig vita á hverju líklegt sé að úrslitin velti og þess vegna viti hann ekki hver niðurstaðan verði. Rohde segist þess fullviss að niðurstaðan velti kosningaþátttöku. „Oft er það ekki þannig en ég tel að sú sé raunin núna,“ segir Rohde. Þetta getur komið báðum frambjóðendum til góða. Árið 2000 kusu til að mynda óvenjufáir kristnir íhaldsmenn sem eru sterkur hópur meðal repúblikana. Daginn fyrir kosningar var Bush með allt að fimm prósentustiga forskot í könnunum en var að lokum með um hálfri milljón atkvæða færra, að hluta til vegna þessa. Rohde segir hina hliðina á þátttökujöfnunni snúast um skráningu nýrra kjósenda sem hafi verið að gerast í stórum stíl undanfarið. Það sé hins vegar staðbundið, þ.e. dreifist ekki jafnt yfir landið og ekki jafnt innan ríkjanna. „Mest hefur verið um þetta í stórborgum þar sem eru stórir minnihlutahópar,“ segir Rohde. „Ef þessir nýju kjósendur mæta á kjörstað kemur það sér vel fyrir demókrata - en við vitum það ekki. Þótt þeir séu nýskráðir kjósendur er ekki víst að þeir mæti á kjörstað.“ Það sem skipti því mestu máli í sambandi við kosningaþátttökuna er hvað íhaldssamir, kristnir kjósendur geri og hvað hinir nýskráðu geri. „Þeir geta jafnað hver annan út eða þá að annar hópurinn verður miklu stærri en hinn. Ég held að þetta muni ráða úrslitum,“ segir David Rohde. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sjá meira
Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. David Rohde kennir stjórnmálafræði við Michigan-háskóla og hefur um árabil fylgst með og rannsakað kosningahegðun bandarískra kjósenda. Hann segir að það séu nokkrir óvissuþættir í kapphlaupinu um Hvíta húsið þó að fáir séu óákveðnir. Hann telur sig vita á hverju líklegt sé að úrslitin velti og þess vegna viti hann ekki hver niðurstaðan verði. Rohde segist þess fullviss að niðurstaðan velti kosningaþátttöku. „Oft er það ekki þannig en ég tel að sú sé raunin núna,“ segir Rohde. Þetta getur komið báðum frambjóðendum til góða. Árið 2000 kusu til að mynda óvenjufáir kristnir íhaldsmenn sem eru sterkur hópur meðal repúblikana. Daginn fyrir kosningar var Bush með allt að fimm prósentustiga forskot í könnunum en var að lokum með um hálfri milljón atkvæða færra, að hluta til vegna þessa. Rohde segir hina hliðina á þátttökujöfnunni snúast um skráningu nýrra kjósenda sem hafi verið að gerast í stórum stíl undanfarið. Það sé hins vegar staðbundið, þ.e. dreifist ekki jafnt yfir landið og ekki jafnt innan ríkjanna. „Mest hefur verið um þetta í stórborgum þar sem eru stórir minnihlutahópar,“ segir Rohde. „Ef þessir nýju kjósendur mæta á kjörstað kemur það sér vel fyrir demókrata - en við vitum það ekki. Þótt þeir séu nýskráðir kjósendur er ekki víst að þeir mæti á kjörstað.“ Það sem skipti því mestu máli í sambandi við kosningaþátttökuna er hvað íhaldssamir, kristnir kjósendur geri og hvað hinir nýskráðu geri. „Þeir geta jafnað hver annan út eða þá að annar hópurinn verður miklu stærri en hinn. Ég held að þetta muni ráða úrslitum,“ segir David Rohde.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sjá meira