50 ára íbúð í Vesturbænum 19. október 2004 00:01 Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira