Sjóböð meira en sundið 19. október 2004 00:01 Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík "Nístingskalt! Nei, nei," segir forsprakkinn, Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. "Það er 11 gráður!" Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. "Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land," segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. "Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum." Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. "Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónulega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðrum augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning." Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvillum. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjósundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. "Ég vil samt fullyrða að allir geti þetta," segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út. Heilsa Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík "Nístingskalt! Nei, nei," segir forsprakkinn, Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. "Það er 11 gráður!" Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. "Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land," segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. "Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum." Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. "Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónulega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðrum augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning." Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvillum. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjósundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. "Ég vil samt fullyrða að allir geti þetta," segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út.
Heilsa Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“