Hlutabréf í DeCode tóku stökk 19. október 2004 00:01 Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira