Hlutabréf í DeCode tóku stökk 19. október 2004 00:01 Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira