Samkeppnisyfirvöld gagnrýnd 20. október 2004 00:01 Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira