Reynir að láta verkfallið líða 21. október 2004 00:01 Auður Elísabet Helgadóttir er ellefu ára og vissulega ein þeirra sem ætti að vera að auka við þekkingu sína með hjálp kennaranna í skólanum sínum, sem er Háteigsskóli. Hún kveðst vera orðin hundleið á verkfallinu og vonar að það leysist sem fyrst og kennararnir fái einhverja launahækkun. "Mér finnst leiðinlegt að fá ekki að hitta skólafélagana og sakna þeirra sem búa langt í burtu," segir hún og spurð um hegðun bekkjarins almennt svarar hún: "Stundum erum við æst en oftast góð." Skemmtilegustu greinarnar þykja henni þær verklegu, smíði, saumar og heimilisfræði, auk íþrótta. Hún kveðst hafa haldið áfram með handavinnuverkefnin sín heima. "Ég er búin að klára húfu sem ég var byrjuð á fyrir verkfallið og er að prjóna trefil," segir hún kankvís og dregur líka upp fínasta dúk sem hún er að sauma í fallega rós með kontórsting og lykkjuspori. Hún segist líka hafa gert eitt og annað skemmtilegt í verkfallinu eins og að skoða heimili nóbelskáldsins á Gljúfrasteini og fara í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Auður Elísabet er líka svo heppin að hafa fleiri verkefni. Hún ber út Fréttablaðið og DV í tveimur götum í Hlíðunum ásamt bróður sínum og vaknar því ávallt klukkan sex á morgnana, hvort sem skólinn kallar eða ekki. Nú er bróðir hennar Arnar Erwin á ólympíumótinu í skák og þá er það mamman sem hjálpar stelpunni sinni við blaðaburðinn. Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Auður Elísabet Helgadóttir er ellefu ára og vissulega ein þeirra sem ætti að vera að auka við þekkingu sína með hjálp kennaranna í skólanum sínum, sem er Háteigsskóli. Hún kveðst vera orðin hundleið á verkfallinu og vonar að það leysist sem fyrst og kennararnir fái einhverja launahækkun. "Mér finnst leiðinlegt að fá ekki að hitta skólafélagana og sakna þeirra sem búa langt í burtu," segir hún og spurð um hegðun bekkjarins almennt svarar hún: "Stundum erum við æst en oftast góð." Skemmtilegustu greinarnar þykja henni þær verklegu, smíði, saumar og heimilisfræði, auk íþrótta. Hún kveðst hafa haldið áfram með handavinnuverkefnin sín heima. "Ég er búin að klára húfu sem ég var byrjuð á fyrir verkfallið og er að prjóna trefil," segir hún kankvís og dregur líka upp fínasta dúk sem hún er að sauma í fallega rós með kontórsting og lykkjuspori. Hún segist líka hafa gert eitt og annað skemmtilegt í verkfallinu eins og að skoða heimili nóbelskáldsins á Gljúfrasteini og fara í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Auður Elísabet er líka svo heppin að hafa fleiri verkefni. Hún ber út Fréttablaðið og DV í tveimur götum í Hlíðunum ásamt bróður sínum og vaknar því ávallt klukkan sex á morgnana, hvort sem skólinn kallar eða ekki. Nú er bróðir hennar Arnar Erwin á ólympíumótinu í skák og þá er það mamman sem hjálpar stelpunni sinni við blaðaburðinn.
Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira