Samkeppnisstofnun gagnrýnd 22. október 2004 00:01 "Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
"Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira