Mamma er náttúrugeðsjúklingur 25. október 2004 00:01 "Ég hugsa bara um kvikmyndagerð og held mér þannig í formi. Maður verður að halda sér við til að standa sig betur í kvikmyndagerðinni. Ég hreyfi mig alltaf eitthvað og reyni að skokka. Maður verður hreinlega sjúklingur ef maður situr mikið," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðamaður aðspurður um hvernig hann haldi sér í formi. "Ég geri mér grein fyrir að ég verð að hreyfa á mér rassgatið og reyni helst að gera það á hverjum degi. Þó viðurkenni ég fúslega að þetta er það leiðinlegasta sem ég geri. Það er voðalega gaman samt að komast í fótbolta sem ég geri oft en ekki nógu mikið," segir Ólafur en sökum anna í vinnunni nær hann ekki oft að fá sér staðgóða máltíð. "Þegar ég gef mér tíma í almennilegan mat þá fer ég stundum á Asíu að borða. Þegar maður festist í þessu stressi dagsins þá hugsar maður ekkert um sjálfan sig. Ég hef samt þurft að breyta um mataræði en það kallast að eldast. Þá þarf maður sjálfkrafa að breyta því sem maður borðar. Annars er móðir mín algjör náttúrugeðsjúklingur. Hún lætur mig éta alls kyns hreinsidót fyrir æðarnar og bla, bla, bla." "Á endanum þegar maður tekur saman það mikilvægasta í lífinu þá er það ekki að gifta sig eða vinna eitthvað. Það eru hversdagslegu stundirnar sem skipta mestu máli þegar maður hugsar um sjálfan sig," segir Ólafur en hann hefur nýverið lokið gerð á heimilidarmynd um Bubba sem er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Heilsa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég hugsa bara um kvikmyndagerð og held mér þannig í formi. Maður verður að halda sér við til að standa sig betur í kvikmyndagerðinni. Ég hreyfi mig alltaf eitthvað og reyni að skokka. Maður verður hreinlega sjúklingur ef maður situr mikið," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðamaður aðspurður um hvernig hann haldi sér í formi. "Ég geri mér grein fyrir að ég verð að hreyfa á mér rassgatið og reyni helst að gera það á hverjum degi. Þó viðurkenni ég fúslega að þetta er það leiðinlegasta sem ég geri. Það er voðalega gaman samt að komast í fótbolta sem ég geri oft en ekki nógu mikið," segir Ólafur en sökum anna í vinnunni nær hann ekki oft að fá sér staðgóða máltíð. "Þegar ég gef mér tíma í almennilegan mat þá fer ég stundum á Asíu að borða. Þegar maður festist í þessu stressi dagsins þá hugsar maður ekkert um sjálfan sig. Ég hef samt þurft að breyta um mataræði en það kallast að eldast. Þá þarf maður sjálfkrafa að breyta því sem maður borðar. Annars er móðir mín algjör náttúrugeðsjúklingur. Hún lætur mig éta alls kyns hreinsidót fyrir æðarnar og bla, bla, bla." "Á endanum þegar maður tekur saman það mikilvægasta í lífinu þá er það ekki að gifta sig eða vinna eitthvað. Það eru hversdagslegu stundirnar sem skipta mestu máli þegar maður hugsar um sjálfan sig," segir Ólafur en hann hefur nýverið lokið gerð á heimilidarmynd um Bubba sem er í kvikmyndahúsum um þessar mundir.
Heilsa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira