Sjötíu milljarða lækkun 26. október 2004 00:01 Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann. Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent. Næst mesta lækkun á tveimur dögum er 5,45 prósenta lækkun sem varð fyrstu dagana í maí árið 2001. Samanlagt verðmæti fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölunni við lok viðskipta á föstudag var 1.012 milljarðar en var 940 eftir daginn í gær. Lækkunin er því 72 milljarðar króna. Fyrirtækin fimmtán í Úrvalsvísitölunni lækkuðu öll í gær að undanskildum Opnum kerfum og Össuri. Össur skilaði níu mánaða uppgjöri í gær sem sýndi betri rekstrarárangur en greiningardeildir bankanna höfðu búist við. Hlutabréfaverð á Íslandi hefur hækkað hratt það sem af er ári. Þrátt fyrir lækkunina í gær er Úrvalsvísitalan 68 prósent hærri en í upphafi árs. Hækkunin í september var mjög mikil og hafa greiningardeildir bankanna búist við leiðréttingu í kjölfarið. Nú stendur Úrvalsvísitalan í 3550 stigum sem er svipað og hún var um miðjan september en fór hæst í 3.947 stig þann 8. október. Frá þeim tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað í níu daga en hækkað tvisvar. Nú hefur úrvalsvísitalan lækkað fimm daga í röð. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ, segir að líta beri á það að Úrvalsvísitalan hafi næstum þrefaldast á þremur árum. "Það kemur miklu frekar á óvart hvað hún var búin að hækka mikið á þessum tíma og langt umfram það sem allar efnahagsstærðir réttlættu. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað að því hafi gengið til baka og þó ég vilji ekki gefa út neina spá um þróun vísitölunnar þá gæti hún áfram lækkað hressilega hvort sem það gerist hratt eða á jafnvel á einhverjum árum," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira