Úrvalsvísitalan lækkar áfram 27. október 2004 00:01 Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira