Kjörmennirnir í kjöraðstöðu 27. október 2004 00:01 Kosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar verða á þriðjudaginn eru í rauninni ekki forsetakosningar. Í stað þess kýs almenningur kjörmenn sem síðan kjósa forsetann í desember næstkomandi. Kynlegt kerfi Kjörmannakerfið bandaríska er athyglisvert fyrirbæri. Það er afsprengi þeirra hugmynda um lýðræði sem ríktu í Evrópu á 18. öld og var ætlað að vera málamiðlun milli þess að láta almenning velja forseta og að þingið veldi hann. Þetta kerfi tryggir að fjölmenn en afmörkuð svæði í Bandaríkjunum geti ekki komið sínum frambjóðanda að í trássi við afganginn af þjóðinni enda er landið bandalag ríkja sem öll njóta talsverðra réttinda og sjálfstæðis. Kjörmennirnir eru 538 talsins og því þarf frambjóðandi að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 270 kjörmanna til að geta borið sigur úr býtum. Fjöldi kjörmanna fer eftir þingmannafjölda hvers ríkis. Hvert þeirra hefur tvo öldungardeildarþingmenn, óháð því hversu fjölmenn þau eru. Fjöldi fulltrúardeildarþingmanna er hins vegar í samræmi við íbúafjölda ríkjanna. Kjörmannafjöldinn endurspeglar því að nokkru leyti íbúafjölda alls landsins en þó hafa minni ríkin hlutfallslega aðeins sterkari stöðu en þau stærri vegna öldungardeildarþingmanna sinna. Þannig hefur Alaska þrjá kjörmenn en Kalifornía hefur 54 kjörmenn. Mörgum finnst skjóta skökku við að kjörmönnum er ekki úthlutað í samræmi við atkvæðatölur heldur fær sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í ríkinu alla kjörmenn þess. Þessi regla gildir þó ekki í Nebraska og Maine þar sem að hlutfallskosning ræður. Íbúar Colorado-ríkis kjósa á þriðjudaginn um hvort taka eigi upp hlutfallskosningu og verði það samþykkt tekur breytingin strax gildi og eflaust fara margvísleg málaferli sömuleiðis í gang. Sú staða getur komið upp að tveir frambjóðendur hljóti jafnmarga kjörmenn. Ef það gerist á fulltrúadeild þingsins að velja forsetann. John Quincy Adams var kosinn á þennan hátt árið 1825. Sigurvegari með minnihluta atkvæða Í þessu kerfi getur það hent að frambjóðandi sem fær fleiri atkvæði á landsvísu fær færri kjörmenn en mótframbjóðandi sinn. Þetta kemur fyrir þegar annar frambjóðandinn vinnur sín ríki með naumum mun en hinn rótburstar kosningarnar í hinum ríkjunum. Ef kjörmenn eru margir í þeim ríkjum þar sem tæpt stóð þá verður fyrrnefndi frambjóðandinn forseti enda þótt hann hafi ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Þetta gerðist síðast fyrir fjórum árum þegar George W. Bush sigraði Al Gore þrátt fyrir að Gore hefði fengið hálfri milljón fleiri atkvæði. Ekki er samt kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Kjörmennirnir eru ekki bundnir af stuðningsyfirlýsingu sinni við frambjóðanda og því hefur komið fyrir að einstaka kjörmenn hafi greitt öðrum frambjóðanda atkvæði sitt en þeir voru kjörnir til að styðja. Þetta hefur aldrei skipt neinu máli en þýðir þó að úrslitin ráðast ekki fyrr en atkvæðagreiðslu kjörmannanna er lokið. Þungamiðja baráttunnar Í flestum ríkja Bandaríkjanna er almennt talið að úrslit séu fyrirfram ráðin þar sem annar hvor frambjóðandinn fær alla kjörmennina. Því skiptir engu máli hvort hinn fær tuttugu, þrjátíu eða fjörtíu prósent atkvæða í ríkjunum sem hann tapar. Í nokkrum ríkjum er baráttan hins vegar mjög hörð og á þau leggja flokkarnir höfuðáherslu. Þar sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á víxl í þessum í ríkjum eru þau kölluð sveifluríki, eða "swing states". Úrslit kosninganna munu ráðast í þeim. Kosningakerfið bandaríska er því kynlegur kvistur og ekki eru allir á einu máli um ágæti þess. Síðustu 200 árin hafa 700 breytingatillögur við það verið lagðar fram og skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 75% þjóðarinnar eru því andvíg. Þrátt fyrir það er kerfið enn við lýði og verður það eflaust um ókomna tíð. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Kosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar verða á þriðjudaginn eru í rauninni ekki forsetakosningar. Í stað þess kýs almenningur kjörmenn sem síðan kjósa forsetann í desember næstkomandi. Kynlegt kerfi Kjörmannakerfið bandaríska er athyglisvert fyrirbæri. Það er afsprengi þeirra hugmynda um lýðræði sem ríktu í Evrópu á 18. öld og var ætlað að vera málamiðlun milli þess að láta almenning velja forseta og að þingið veldi hann. Þetta kerfi tryggir að fjölmenn en afmörkuð svæði í Bandaríkjunum geti ekki komið sínum frambjóðanda að í trássi við afganginn af þjóðinni enda er landið bandalag ríkja sem öll njóta talsverðra réttinda og sjálfstæðis. Kjörmennirnir eru 538 talsins og því þarf frambjóðandi að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 270 kjörmanna til að geta borið sigur úr býtum. Fjöldi kjörmanna fer eftir þingmannafjölda hvers ríkis. Hvert þeirra hefur tvo öldungardeildarþingmenn, óháð því hversu fjölmenn þau eru. Fjöldi fulltrúardeildarþingmanna er hins vegar í samræmi við íbúafjölda ríkjanna. Kjörmannafjöldinn endurspeglar því að nokkru leyti íbúafjölda alls landsins en þó hafa minni ríkin hlutfallslega aðeins sterkari stöðu en þau stærri vegna öldungardeildarþingmanna sinna. Þannig hefur Alaska þrjá kjörmenn en Kalifornía hefur 54 kjörmenn. Mörgum finnst skjóta skökku við að kjörmönnum er ekki úthlutað í samræmi við atkvæðatölur heldur fær sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í ríkinu alla kjörmenn þess. Þessi regla gildir þó ekki í Nebraska og Maine þar sem að hlutfallskosning ræður. Íbúar Colorado-ríkis kjósa á þriðjudaginn um hvort taka eigi upp hlutfallskosningu og verði það samþykkt tekur breytingin strax gildi og eflaust fara margvísleg málaferli sömuleiðis í gang. Sú staða getur komið upp að tveir frambjóðendur hljóti jafnmarga kjörmenn. Ef það gerist á fulltrúadeild þingsins að velja forsetann. John Quincy Adams var kosinn á þennan hátt árið 1825. Sigurvegari með minnihluta atkvæða Í þessu kerfi getur það hent að frambjóðandi sem fær fleiri atkvæði á landsvísu fær færri kjörmenn en mótframbjóðandi sinn. Þetta kemur fyrir þegar annar frambjóðandinn vinnur sín ríki með naumum mun en hinn rótburstar kosningarnar í hinum ríkjunum. Ef kjörmenn eru margir í þeim ríkjum þar sem tæpt stóð þá verður fyrrnefndi frambjóðandinn forseti enda þótt hann hafi ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Þetta gerðist síðast fyrir fjórum árum þegar George W. Bush sigraði Al Gore þrátt fyrir að Gore hefði fengið hálfri milljón fleiri atkvæði. Ekki er samt kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Kjörmennirnir eru ekki bundnir af stuðningsyfirlýsingu sinni við frambjóðanda og því hefur komið fyrir að einstaka kjörmenn hafi greitt öðrum frambjóðanda atkvæði sitt en þeir voru kjörnir til að styðja. Þetta hefur aldrei skipt neinu máli en þýðir þó að úrslitin ráðast ekki fyrr en atkvæðagreiðslu kjörmannanna er lokið. Þungamiðja baráttunnar Í flestum ríkja Bandaríkjanna er almennt talið að úrslit séu fyrirfram ráðin þar sem annar hvor frambjóðandinn fær alla kjörmennina. Því skiptir engu máli hvort hinn fær tuttugu, þrjátíu eða fjörtíu prósent atkvæða í ríkjunum sem hann tapar. Í nokkrum ríkjum er baráttan hins vegar mjög hörð og á þau leggja flokkarnir höfuðáherslu. Þar sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á víxl í þessum í ríkjum eru þau kölluð sveifluríki, eða "swing states". Úrslit kosninganna munu ráðast í þeim. Kosningakerfið bandaríska er því kynlegur kvistur og ekki eru allir á einu máli um ágæti þess. Síðustu 200 árin hafa 700 breytingatillögur við það verið lagðar fram og skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 75% þjóðarinnar eru því andvíg. Þrátt fyrir það er kerfið enn við lýði og verður það eflaust um ókomna tíð.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira