Kerry kvartar og kveinar 27. október 2004 00:01 John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini. Baráttan um Hvíta húsið harðnar nú dag frá degi, enda einungis sex dagar þar til bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér forseta. Bush og Kerry keppast við að koma skilaboðum sínum til kjósenda og tryggja sér atkvæði þeirra og ljóst er að dagarnir fram að kosningum verða annasamir. Á ferðalagi sínu í Las Vegas hélt Kerry áfram að gagnrýna Bush vegna Íraks. Hann sagði stjórnina hafa haft vörð við byggingamálaráðuneytið og olíumálaráðuneytið þar í landi en ekki við skotfærageymslur, sem ógnuðu öryggi bandarískra hermanna, né nægan liðsafla til að gæta landamæranna. „Nú eru þessi landmæri eins og gatasigti, hryðjuverkamenn streyma að úr öllum áttum og vandræði okkar aukast dag frá degi,“ sagði Kerry. „Annað hvort sér forsetinn þetta ekki eða vill ekki viðurkenna það. Hvort heldur sem er eru Bandaríkin óöruggari fyrir vikið. Vinir mínir, við eigum skilið að fá yfirmann sem veit hvernig á að gera Bandaríkin örugg og vernda hermennina okkar.“ George Bush heimsótti kjósendur í Iowa og gagnrýndi keppinaut sinn fyrir stefnuleysi. Hann kvaðst hafa jákvæða og bjarta sýn á framtíð lamdsins og ítarlega áætlun um sigur í Írak og í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Andstæðingur minn hefur enga áætlun og enga framtíðarsýn - aðeins langan kvörtunarlista. En sá sem er bara vitur eftir á hefur aldrei leitt lið til sigurs,“ sagði Bush. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Fleiri fréttir Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Sjá meira
John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini. Baráttan um Hvíta húsið harðnar nú dag frá degi, enda einungis sex dagar þar til bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér forseta. Bush og Kerry keppast við að koma skilaboðum sínum til kjósenda og tryggja sér atkvæði þeirra og ljóst er að dagarnir fram að kosningum verða annasamir. Á ferðalagi sínu í Las Vegas hélt Kerry áfram að gagnrýna Bush vegna Íraks. Hann sagði stjórnina hafa haft vörð við byggingamálaráðuneytið og olíumálaráðuneytið þar í landi en ekki við skotfærageymslur, sem ógnuðu öryggi bandarískra hermanna, né nægan liðsafla til að gæta landamæranna. „Nú eru þessi landmæri eins og gatasigti, hryðjuverkamenn streyma að úr öllum áttum og vandræði okkar aukast dag frá degi,“ sagði Kerry. „Annað hvort sér forsetinn þetta ekki eða vill ekki viðurkenna það. Hvort heldur sem er eru Bandaríkin óöruggari fyrir vikið. Vinir mínir, við eigum skilið að fá yfirmann sem veit hvernig á að gera Bandaríkin örugg og vernda hermennina okkar.“ George Bush heimsótti kjósendur í Iowa og gagnrýndi keppinaut sinn fyrir stefnuleysi. Hann kvaðst hafa jákvæða og bjarta sýn á framtíð lamdsins og ítarlega áætlun um sigur í Írak og í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Andstæðingur minn hefur enga áætlun og enga framtíðarsýn - aðeins langan kvörtunarlista. En sá sem er bara vitur eftir á hefur aldrei leitt lið til sigurs,“ sagði Bush.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Fleiri fréttir Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Sjá meira