Betra ef Bush ynni 27. október 2004 00:01 Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent