Voru að hlýða skipunum 29. október 2004 00:01 Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira