Innbyggt vantraust 29. október 2004 00:01 Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Ófullnægjandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum komst í hámæli í Flórída fyrir fjórum árum en nokkur atvik hafa þegar komið upp nú sem gefa til kynna að enn sé langt í land áður en hægt verður að fullyrða að framkvæmdin sé fullnægjandi. "Þó við eigum að baki langa sögu lýðræðis er saga stjórnar heimamanna á stjórnmálakerfinu jafn löng. Það er ástæðan fyrir því að hvert kjördæmi er með sínar eigin aðferðir til atkvæðagreiðslu," segir Corgan og tekur fram að hluti af ástæðunni fyrir því að kerfin virðist oft úrelt eða ófullnægjandi sé kostnaður. Það hafi líka sitt að segja að frá því vélrænn kosningabúnaður var tekinn upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á munum og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Fram að því hafi kerfið virst nógu gott. "Í bandarískri stjórnmálamenningu er innbyggt vantraust á miðstýrðu valdi sem veldur því að kosningastjórnir á hverjum stað taka því illa að utanaðkomandi einstaklingar og stofnanir segi þeim fyrir verkum. Þegar við bætist að undanfarið hafa forsetaframbjóðendur barið á innanbúðarmönnum í Washington eru margir sterkir þættir sem ráða því að málum er stjórnað á heimavelli, hversu illa sem það gengur," segir Corgan. Corgan bendir einnig á að nýrri tækni fylgi vandamál. Þannig geti rafræn kosningakerfi verið viðkvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki bætir úr sök að ekki er hægt að endurtelja atkvæði ef mjótt er á munum. "Eins og sumir segja jafnast það að prenta gögnin út á nýjan leik ekki á við það að telja á nýjan leik," segir Corgan og bætir við. "Að auki var einu fyrirtækjanna sem reyna að selja nýjan, þróaðan rafrænan kosningabúnað þar til nýlega stjórnað af manni sem sagði að hans markmið væri að tryggja Bush forseta sigur í Ohio. Þú getur ímyndað þér að demókratar tortryggðu þennan búnað." Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira
Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Ófullnægjandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum komst í hámæli í Flórída fyrir fjórum árum en nokkur atvik hafa þegar komið upp nú sem gefa til kynna að enn sé langt í land áður en hægt verður að fullyrða að framkvæmdin sé fullnægjandi. "Þó við eigum að baki langa sögu lýðræðis er saga stjórnar heimamanna á stjórnmálakerfinu jafn löng. Það er ástæðan fyrir því að hvert kjördæmi er með sínar eigin aðferðir til atkvæðagreiðslu," segir Corgan og tekur fram að hluti af ástæðunni fyrir því að kerfin virðist oft úrelt eða ófullnægjandi sé kostnaður. Það hafi líka sitt að segja að frá því vélrænn kosningabúnaður var tekinn upp hafi sjaldan verið jafn mjótt á munum og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Fram að því hafi kerfið virst nógu gott. "Í bandarískri stjórnmálamenningu er innbyggt vantraust á miðstýrðu valdi sem veldur því að kosningastjórnir á hverjum stað taka því illa að utanaðkomandi einstaklingar og stofnanir segi þeim fyrir verkum. Þegar við bætist að undanfarið hafa forsetaframbjóðendur barið á innanbúðarmönnum í Washington eru margir sterkir þættir sem ráða því að málum er stjórnað á heimavelli, hversu illa sem það gengur," segir Corgan. Corgan bendir einnig á að nýrri tækni fylgi vandamál. Þannig geti rafræn kosningakerfi verið viðkvæm fyrir tölvuþrjótum og ekki bætir úr sök að ekki er hægt að endurtelja atkvæði ef mjótt er á munum. "Eins og sumir segja jafnast það að prenta gögnin út á nýjan leik ekki á við það að telja á nýjan leik," segir Corgan og bætir við. "Að auki var einu fyrirtækjanna sem reyna að selja nýjan, þróaðan rafrænan kosningabúnað þar til nýlega stjórnað af manni sem sagði að hans markmið væri að tryggja Bush forseta sigur í Ohio. Þú getur ímyndað þér að demókratar tortryggðu þennan búnað."
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira