Boðaði forstjóra á fundi 30. október 2004 00:01 Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins ESSO í fjögur og hálft ár, eða frá árinu 1993 til 1998, en rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna nær yfir tímabilið 1993 til loka ársins 2001. Samkeppnissráð hefur sektað hvert stóru olíufélaganna þriggja um einn 1,1 milljarð króna, en talið er að ólöglegur ávinningur félaganna hafi numið að minnsta kosti sex og hálfum milljarði króna. Olíufélagið ESSO fær 45% afslátt af stjórnvaldssektinni, vegna samstarfs við Samkeppnissyfirvöld um að leysa málið, og er því gert að greiða 605 milljónir í vegna ólöglegs samráðs. OLÍS fær 20% frádrátt og greiðir 880 milljónir en Skeljungur fær engan afslátt. Í ákvörðun samkeppnisráðs koma fram um 500 tilvik ólögmæta samráðs á því tímabili sem hefur verið til rannsóknar um verð og verðmyndun, útboð, gerð tilboða og um markaðsskiptingu, en Samkeppnisráð telur að í samfelldu samráði olíufélaganna hafi meðal annars falist samráð um verðbreytingar á eldsneyti, samráð um aðgerðir til að auka álagningu og samráð vegna útboða tiltekinna viðskiptavina. Gekk samráðið svo langt að félögin ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna. Forsvarmenn Olíufélagsins upplýstu Samkeppnisstofnun um að forstjóri Skeljungs hefði átt frumkvæði að því að félögin hefðu með sér samráð, meðal annars vegna útboða Reykjavíkurborgar og Landhelgisgæslunnar. Þáttur Þórólfs Árnasonar varðar samráð vegna útboða. Þórólfur segir að margt í ákvörðun samkeppnisráðs komi sér fyrir sjónir í fyrsta skipti. Hann segir að þarna hafi augljóslega átt sér stað víðtækt samráð um langt skeið, en að öðru leyti sé ekki rétt að hann tjái sig mikið um málið, enda séu lögmenn félaganna að fara yfir þau. Þórólfur segir hins vegar að hann hafi manna mest sagt frá sínu starfi og hafi upplýst alla þá sem til sín hafi leitað, þar á meðal Samkeppnisstofnun. Hann segir að í skýrslunni séu augljóslega atriði sem menn verði hissa yfir og það gildi einnig um hann. Í skýrslunni sé margt sem hann sé að sjá í fyrsta skipti, þar á meðal þau miklu samskipti sem verið hafi á milli forstjóra fyrirtækjanna. Þórólfur segist ekki hafa vitað af þessum samskiptum. Í 966 síðna skýrslu samkeppnisráðs er hins vegar meðal annars greint frá tölvupóstsendingu Þórólfs til Geirs Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Ólíufélagsins, þar sem segir orðrétt: „ Eftir þreifingar skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar get rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með tillögu, hann ræddi við Kristinn Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé. Getur þú fundað með forstjórunum n.k. þriðjudag, 2. júlí? Mér skilst að bæði Einar og Kristinn geti þá." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins ESSO í fjögur og hálft ár, eða frá árinu 1993 til 1998, en rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna nær yfir tímabilið 1993 til loka ársins 2001. Samkeppnissráð hefur sektað hvert stóru olíufélaganna þriggja um einn 1,1 milljarð króna, en talið er að ólöglegur ávinningur félaganna hafi numið að minnsta kosti sex og hálfum milljarði króna. Olíufélagið ESSO fær 45% afslátt af stjórnvaldssektinni, vegna samstarfs við Samkeppnissyfirvöld um að leysa málið, og er því gert að greiða 605 milljónir í vegna ólöglegs samráðs. OLÍS fær 20% frádrátt og greiðir 880 milljónir en Skeljungur fær engan afslátt. Í ákvörðun samkeppnisráðs koma fram um 500 tilvik ólögmæta samráðs á því tímabili sem hefur verið til rannsóknar um verð og verðmyndun, útboð, gerð tilboða og um markaðsskiptingu, en Samkeppnisráð telur að í samfelldu samráði olíufélaganna hafi meðal annars falist samráð um verðbreytingar á eldsneyti, samráð um aðgerðir til að auka álagningu og samráð vegna útboða tiltekinna viðskiptavina. Gekk samráðið svo langt að félögin ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna. Forsvarmenn Olíufélagsins upplýstu Samkeppnisstofnun um að forstjóri Skeljungs hefði átt frumkvæði að því að félögin hefðu með sér samráð, meðal annars vegna útboða Reykjavíkurborgar og Landhelgisgæslunnar. Þáttur Þórólfs Árnasonar varðar samráð vegna útboða. Þórólfur segir að margt í ákvörðun samkeppnisráðs komi sér fyrir sjónir í fyrsta skipti. Hann segir að þarna hafi augljóslega átt sér stað víðtækt samráð um langt skeið, en að öðru leyti sé ekki rétt að hann tjái sig mikið um málið, enda séu lögmenn félaganna að fara yfir þau. Þórólfur segir hins vegar að hann hafi manna mest sagt frá sínu starfi og hafi upplýst alla þá sem til sín hafi leitað, þar á meðal Samkeppnisstofnun. Hann segir að í skýrslunni séu augljóslega atriði sem menn verði hissa yfir og það gildi einnig um hann. Í skýrslunni sé margt sem hann sé að sjá í fyrsta skipti, þar á meðal þau miklu samskipti sem verið hafi á milli forstjóra fyrirtækjanna. Þórólfur segist ekki hafa vitað af þessum samskiptum. Í 966 síðna skýrslu samkeppnisráðs er hins vegar meðal annars greint frá tölvupóstsendingu Þórólfs til Geirs Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Ólíufélagsins, þar sem segir orðrétt: „ Eftir þreifingar skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar get rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með tillögu, hann ræddi við Kristinn Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé. Getur þú fundað með forstjórunum n.k. þriðjudag, 2. júlí? Mér skilst að bæði Einar og Kristinn geti þá."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent