Boðaði forstjóra á fundi 30. október 2004 00:01 Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins ESSO í fjögur og hálft ár, eða frá árinu 1993 til 1998, en rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna nær yfir tímabilið 1993 til loka ársins 2001. Samkeppnissráð hefur sektað hvert stóru olíufélaganna þriggja um einn 1,1 milljarð króna, en talið er að ólöglegur ávinningur félaganna hafi numið að minnsta kosti sex og hálfum milljarði króna. Olíufélagið ESSO fær 45% afslátt af stjórnvaldssektinni, vegna samstarfs við Samkeppnissyfirvöld um að leysa málið, og er því gert að greiða 605 milljónir í vegna ólöglegs samráðs. OLÍS fær 20% frádrátt og greiðir 880 milljónir en Skeljungur fær engan afslátt. Í ákvörðun samkeppnisráðs koma fram um 500 tilvik ólögmæta samráðs á því tímabili sem hefur verið til rannsóknar um verð og verðmyndun, útboð, gerð tilboða og um markaðsskiptingu, en Samkeppnisráð telur að í samfelldu samráði olíufélaganna hafi meðal annars falist samráð um verðbreytingar á eldsneyti, samráð um aðgerðir til að auka álagningu og samráð vegna útboða tiltekinna viðskiptavina. Gekk samráðið svo langt að félögin ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna. Forsvarmenn Olíufélagsins upplýstu Samkeppnisstofnun um að forstjóri Skeljungs hefði átt frumkvæði að því að félögin hefðu með sér samráð, meðal annars vegna útboða Reykjavíkurborgar og Landhelgisgæslunnar. Þáttur Þórólfs Árnasonar varðar samráð vegna útboða. Þórólfur segir að margt í ákvörðun samkeppnisráðs komi sér fyrir sjónir í fyrsta skipti. Hann segir að þarna hafi augljóslega átt sér stað víðtækt samráð um langt skeið, en að öðru leyti sé ekki rétt að hann tjái sig mikið um málið, enda séu lögmenn félaganna að fara yfir þau. Þórólfur segir hins vegar að hann hafi manna mest sagt frá sínu starfi og hafi upplýst alla þá sem til sín hafi leitað, þar á meðal Samkeppnisstofnun. Hann segir að í skýrslunni séu augljóslega atriði sem menn verði hissa yfir og það gildi einnig um hann. Í skýrslunni sé margt sem hann sé að sjá í fyrsta skipti, þar á meðal þau miklu samskipti sem verið hafi á milli forstjóra fyrirtækjanna. Þórólfur segist ekki hafa vitað af þessum samskiptum. Í 966 síðna skýrslu samkeppnisráðs er hins vegar meðal annars greint frá tölvupóstsendingu Þórólfs til Geirs Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Ólíufélagsins, þar sem segir orðrétt: „ Eftir þreifingar skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar get rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með tillögu, hann ræddi við Kristinn Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé. Getur þú fundað með forstjórunum n.k. þriðjudag, 2. júlí? Mér skilst að bæði Einar og Kristinn geti þá." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins ESSO í fjögur og hálft ár, eða frá árinu 1993 til 1998, en rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna nær yfir tímabilið 1993 til loka ársins 2001. Samkeppnissráð hefur sektað hvert stóru olíufélaganna þriggja um einn 1,1 milljarð króna, en talið er að ólöglegur ávinningur félaganna hafi numið að minnsta kosti sex og hálfum milljarði króna. Olíufélagið ESSO fær 45% afslátt af stjórnvaldssektinni, vegna samstarfs við Samkeppnissyfirvöld um að leysa málið, og er því gert að greiða 605 milljónir í vegna ólöglegs samráðs. OLÍS fær 20% frádrátt og greiðir 880 milljónir en Skeljungur fær engan afslátt. Í ákvörðun samkeppnisráðs koma fram um 500 tilvik ólögmæta samráðs á því tímabili sem hefur verið til rannsóknar um verð og verðmyndun, útboð, gerð tilboða og um markaðsskiptingu, en Samkeppnisráð telur að í samfelldu samráði olíufélaganna hafi meðal annars falist samráð um verðbreytingar á eldsneyti, samráð um aðgerðir til að auka álagningu og samráð vegna útboða tiltekinna viðskiptavina. Gekk samráðið svo langt að félögin ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna. Forsvarmenn Olíufélagsins upplýstu Samkeppnisstofnun um að forstjóri Skeljungs hefði átt frumkvæði að því að félögin hefðu með sér samráð, meðal annars vegna útboða Reykjavíkurborgar og Landhelgisgæslunnar. Þáttur Þórólfs Árnasonar varðar samráð vegna útboða. Þórólfur segir að margt í ákvörðun samkeppnisráðs komi sér fyrir sjónir í fyrsta skipti. Hann segir að þarna hafi augljóslega átt sér stað víðtækt samráð um langt skeið, en að öðru leyti sé ekki rétt að hann tjái sig mikið um málið, enda séu lögmenn félaganna að fara yfir þau. Þórólfur segir hins vegar að hann hafi manna mest sagt frá sínu starfi og hafi upplýst alla þá sem til sín hafi leitað, þar á meðal Samkeppnisstofnun. Hann segir að í skýrslunni séu augljóslega atriði sem menn verði hissa yfir og það gildi einnig um hann. Í skýrslunni sé margt sem hann sé að sjá í fyrsta skipti, þar á meðal þau miklu samskipti sem verið hafi á milli forstjóra fyrirtækjanna. Þórólfur segist ekki hafa vitað af þessum samskiptum. Í 966 síðna skýrslu samkeppnisráðs er hins vegar meðal annars greint frá tölvupóstsendingu Þórólfs til Geirs Magnússonar, fyrrverandi forstjóra Ólíufélagsins, þar sem segir orðrétt: „ Eftir þreifingar skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar get rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með tillögu, hann ræddi við Kristinn Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé. Getur þú fundað með forstjórunum n.k. þriðjudag, 2. júlí? Mér skilst að bæði Einar og Kristinn geti þá."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira