Herragarður í Mosfellsdal 1. nóvember 2004 00:01 Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbyggingum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum skammt fyrir neðan Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektarverður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gamaldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heitir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byggja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hesthúsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. "Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa," segir Örn og heldur áfram. "Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt." Hann viðurkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. "Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við daglega," segir hann. "Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur." Aðspurður upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fermetrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo líklega séu um 400 fermetrar nýtanlegir. "Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð," segir hann. Enn er svolítið ógert af útiverkum við húsið, til dæmis blikkfrágangur á göflunum og kjölurinn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innanverðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: "Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín."Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frágangi sperranna.Mynd/PjeturStofan er í útbyggingunni og þar er 7 metra lofthæð.Mynd/PjeturÖrn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af.Mynd/Pjetur Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbyggingum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum skammt fyrir neðan Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektarverður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gamaldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heitir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byggja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hesthúsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. "Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa," segir Örn og heldur áfram. "Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt." Hann viðurkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. "Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við daglega," segir hann. "Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur." Aðspurður upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fermetrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo líklega séu um 400 fermetrar nýtanlegir. "Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð," segir hann. Enn er svolítið ógert af útiverkum við húsið, til dæmis blikkfrágangur á göflunum og kjölurinn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innanverðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: "Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín."Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frágangi sperranna.Mynd/PjeturStofan er í útbyggingunni og þar er 7 metra lofthæð.Mynd/PjeturÖrn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af.Mynd/Pjetur
Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira