Mikilvægustu kosningar sögunnar 2. nóvember 2004 00:01 Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira