Ekki í myndinni að segja af sér 2. nóvember 2004 00:01 Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira