Springsteen og Crowe hjá Kerry 2. nóvember 2004 00:01 Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Sjá meira
Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Sjá meira