Erlent

Bush hugsanlega búinn að sigra

Bush er hugsanlega búinn að tryggja sér sigur í forsetakosningunum. Samkvæmt samantekt AP er hann búinn að tryggja sér sigur í átján ríkjum með 170 kjördæmum og leiðir í ríkjum með 106 kjörmenn. Gangi hann eftir er hann kominn með 276 kjörmenn en hann þarf 270 til að tryggja sér endurkjör. "Ég trúi því að ég muni sigra," sagði Bush við fréttamenn sem hann bauð til sín í heimkynnum sínum í Hvíta húsinu. Hann sagði nóttina þó spennandi. Samkvæmt samantekt AP hefur Kerry tryggt sér sigur í ellefu kjördæmum sem færa honum 112 kjörmenn og leiðir í tveimur til viðbótar þar sem barist er um 25 kjörmenn. Hann er nokkuð öruggur um sigur í Kaliforníu sem myndi færa honum 56 kjörmenn en til þess að vinna verður staðan að breytast í einhverjum þeirra ríkja þar sem Bush leiddi við síðustu talningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×