Arftaka Þórólfs leitað 4. nóvember 2004 00:01 Ósennilegt er talið að frammistaða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöld komi í veg fyrir að hann missi starfið. Á átakafundi borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og Þórólfs í fyrrakvöld bað Þórólfur um tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið, en borgarfulltrúarnir höfðu farið fram á að hann hætti störfum. Þeir urðu hins vegar við bón hans. Viðmælendur Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna segja að ekkert nýtt hafi komið fram í máli Þórólfs sem breyti þeirri skoðun flokksmanna að hann eigi að segja af sér. Hann hafi komið á fund hjá flokknum á þriðjudagskvöld þar sem hann hafi farið með sömu ræðu. Því telja margir að nú sé að skapast ástand sem ekki verði unað við til lengdar. Þrátt fyrir þetta telja flestir viðmælendur blaðsins að samstarfi Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um Reykjavíkurlista sé ekki að ljúka. Hvorki sé trúnaðarbrestur milli þeirra né málefnaágreiningur. Hins vegar sé ljóst að Vinstri grænir sætti sig ekki við að Þórólfur sitji áfram og að borgarfulltrúar hinna flokkanna hafi sæst á þá afstöðu eins og kom fram á fundinum í fyrrakvöld. Borgarfulltrúar Reykavíkurlistans munu hittast um helgina og ræða leiðir til að leysa þann hnút sem orðinn er. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar um hver geti tekið við af Þórólfi. Búið var að gera tillögu um Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa, en þegar Þórólfur neitaði að víkja var ekki hægt að taka afstöðu til hennar. Talið er að Framsóknarmenn og Vinstri grænir geti illa sætt sig við Dag. Hann er af mörgum talinn tengjast Samfylkingunni þrátt fyrir að vera óháður innan listans auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina þar sem hann hefur gagnrýnt ríkisstjórn Framsóknarflokksins. Einn viðmælandi blaðsins sagði að flokkarnir tveir þyrftu allra síst á því að halda að ala upp leiðtoga fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Aðrir töldu Dag of ungan og reynslulítinn til að gegna starfinu en hann er 32 ára. Þess má geta að Davíð Oddsson utanríkisráðherra var 34 ára þegar hann varð borgarstjóri árið 1982. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Sumir vilja kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur aftur til starfa. Hins vegar er talið nánast útilokað að hún samþykki slíkt þar sem hún líti svo á að þeim kafla í pólitískum ferli sínum sé lokið. Þá hafa nöfn Stefáns Jóns Hafstein, Árna Þórs Sigurðssonar og Alfreðs Þorsteinssonar verið nefnd. Þá er ekki útilokað að embættinu verði skipt á milli flokkanna eftir málefnaflokkum þannig að borgarstjórarnir verði þrír. Það á sér fordæmi því Auður Auðuns og Geir Hallgrímsson gegndu embættinu samtímis um nokkurt skeið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Borgarfulltrúarnir hafa hins vegar ekki langan tíma til að komast að niðurstöðu þar sem Vinstri grænir koma saman til félagsfundar á þriðjudag til að ræða samstarfið í Reykavíkurlistanum. Þar þarf að liggja fyrir niðurstaða sem flokksmenn geta sætt sig við, annars má búast við að þolinmæði manna sé á þrotum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Ósennilegt er talið að frammistaða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöld komi í veg fyrir að hann missi starfið. Á átakafundi borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans og Þórólfs í fyrrakvöld bað Þórólfur um tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið, en borgarfulltrúarnir höfðu farið fram á að hann hætti störfum. Þeir urðu hins vegar við bón hans. Viðmælendur Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna segja að ekkert nýtt hafi komið fram í máli Þórólfs sem breyti þeirri skoðun flokksmanna að hann eigi að segja af sér. Hann hafi komið á fund hjá flokknum á þriðjudagskvöld þar sem hann hafi farið með sömu ræðu. Því telja margir að nú sé að skapast ástand sem ekki verði unað við til lengdar. Þrátt fyrir þetta telja flestir viðmælendur blaðsins að samstarfi Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um Reykjavíkurlista sé ekki að ljúka. Hvorki sé trúnaðarbrestur milli þeirra né málefnaágreiningur. Hins vegar sé ljóst að Vinstri grænir sætti sig ekki við að Þórólfur sitji áfram og að borgarfulltrúar hinna flokkanna hafi sæst á þá afstöðu eins og kom fram á fundinum í fyrrakvöld. Borgarfulltrúar Reykavíkurlistans munu hittast um helgina og ræða leiðir til að leysa þann hnút sem orðinn er. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar um hver geti tekið við af Þórólfi. Búið var að gera tillögu um Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa, en þegar Þórólfur neitaði að víkja var ekki hægt að taka afstöðu til hennar. Talið er að Framsóknarmenn og Vinstri grænir geti illa sætt sig við Dag. Hann er af mörgum talinn tengjast Samfylkingunni þrátt fyrir að vera óháður innan listans auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina þar sem hann hefur gagnrýnt ríkisstjórn Framsóknarflokksins. Einn viðmælandi blaðsins sagði að flokkarnir tveir þyrftu allra síst á því að halda að ala upp leiðtoga fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Aðrir töldu Dag of ungan og reynslulítinn til að gegna starfinu en hann er 32 ára. Þess má geta að Davíð Oddsson utanríkisráðherra var 34 ára þegar hann varð borgarstjóri árið 1982. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Sumir vilja kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur aftur til starfa. Hins vegar er talið nánast útilokað að hún samþykki slíkt þar sem hún líti svo á að þeim kafla í pólitískum ferli sínum sé lokið. Þá hafa nöfn Stefáns Jóns Hafstein, Árna Þórs Sigurðssonar og Alfreðs Þorsteinssonar verið nefnd. Þá er ekki útilokað að embættinu verði skipt á milli flokkanna eftir málefnaflokkum þannig að borgarstjórarnir verði þrír. Það á sér fordæmi því Auður Auðuns og Geir Hallgrímsson gegndu embættinu samtímis um nokkurt skeið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Borgarfulltrúarnir hafa hins vegar ekki langan tíma til að komast að niðurstöðu þar sem Vinstri grænir koma saman til félagsfundar á þriðjudag til að ræða samstarfið í Reykavíkurlistanum. Þar þarf að liggja fyrir niðurstaða sem flokksmenn geta sætt sig við, annars má búast við að þolinmæði manna sé á þrotum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira