Menning

Sjónvarpsgláp barna

Börn yngri en tveggja ára eiga ekki að horfa á sjónvarp að mati lækna við barnaspítala í Seattle í Bandaríkjunum. Þeir hafa gert rannsókn á áhrifum sjónvarps á börn og niðurstöður hennar benda til að hver klukkustund sem barn á þessum unga aldri eyðir fyrir framan sjónvarpið auki líkurnar um 10% á því að barnið þrói með sér athyglisbrest . Niðurstöður rannsóknarinnar benda líka til þess að foreldrar eigi að takmarka sjónvarpsgláp eldri barna við tvær klukkustundir á dag. Hið mikla áreiti sjónvarpsins er slæmt fyrir börn í mótun og áhrifin geta komið fram síðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×