Jóhanna vill afsögn Þórólfs 5. nóvember 2004 00:01 Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira