Allir vilja veggfóður 8. nóvember 2004 00:01 "Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað. Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
"Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað.
Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira