Fuglarnir hennar Kollu 8. nóvember 2004 00:01 Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla. Hús og heimili Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla.
Hús og heimili Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira