Keppendur í Galaxy Fitness 8. nóvember 2004 00:01 Nú styttist óðum í Galaxy Fitness keppnina en forkeppnin var síðastliðinn sunnudag. Sjálf keppnin er svo um næstu helgi, 13. til 14. nóvember í Laugardalshöll. Þetta er því síðasta vikan sem keppendurnir hafa í undirbúningi en margt hefur gerst síðan Fréttablaðið talaði við þá síðast. Ívar Guðmundsson æfir enn af krafti en því miður þurfti Sólveig Einarsdóttir að skrá sig úr keppni vegna meiðsla á öxl. "Ég er frekar sár því allt sem ég hef unnið að er ónýtt. Ég meiddist á öxl og er dottin úr keppninni. Ég hef farið tvisvar sinnum úr axlarlið áður. Samkvæmt læknisráði væri heimska að fara í keppnina og gera einhverjar tíu eða fimmtán armbeygjur. Líf mitt náttúrlega hrundi þegar þetta gerðist og mér leið ömurlega. Þetta eyðilagði algjörlega andann hjá mér," segir Sólveig Einarsdóttir, sem þurfti að hætta keppni vegna meiðsla. Sólveig er samt ekki af baki dottin og ætlar að fara á keppnina og fylgjast með hinum spreyta sig. "Það kemur mót eftir þetta mót og auðvitað fer ég á keppnina og horfi á hina." "Ég er mjög fínn og allt er í góðum gír hjá mér. Nú er síðasta vikan fyrir keppni og þá er mikilvægt að hvíla sig vel. Ég tek síðustu æfinguna mína í dag eða í fyrramálið og hvíli síðan fram að keppninni. Ég verð að fá góða hvíld svo ég geti komið óþreyttur í keppnina," segir Ívar Guðmundsson, annar keppendanna sem Fréttablaðið hefur fylgst með síðustu vikur. "Ég held mataræðinu mjög stífu alveg fram á keppnisdag. Það er ekki gott að breyta út af vananum því þá gæti maður lent í vondum málum. Ég stunda létta hreyfingu eins og til dæmis göngu til að halda mér við," segir Ívar en síðasta vikan er mikið til fínpússing fyrir keppnina. "Núna hætti ég í ljósum og fer að snúa mér að brúnkukreminu. Maður þarf að byrja að gera tilraunir með það þrem dögum áður. Það er viss brúnn litur sem ég verð að ná sem sýnir mestan skurð." Ívar hlakkar að vonum mikið til keppninnar og lætur ekkert stöðva sig. "Þetta verður mjög gaman og það jákvæða er að keppnin er mjög skemmtileg. Keppendur hafa gaman af og styðja og hvetja hvern annan þó þetta sé keppni. Lykilatriði í svona keppni er náttúrlega stemningin og áhorfendurnir spila þar stórt hlutverk. Oft eru heilu stuðningsmannaliðin með sumum keppendum, sem er mjög gaman." Ívar segir að hvíldin sé mikilvægust og reynir því að taka því rólega þessa dagana.Mynd/E.Ól Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Nú styttist óðum í Galaxy Fitness keppnina en forkeppnin var síðastliðinn sunnudag. Sjálf keppnin er svo um næstu helgi, 13. til 14. nóvember í Laugardalshöll. Þetta er því síðasta vikan sem keppendurnir hafa í undirbúningi en margt hefur gerst síðan Fréttablaðið talaði við þá síðast. Ívar Guðmundsson æfir enn af krafti en því miður þurfti Sólveig Einarsdóttir að skrá sig úr keppni vegna meiðsla á öxl. "Ég er frekar sár því allt sem ég hef unnið að er ónýtt. Ég meiddist á öxl og er dottin úr keppninni. Ég hef farið tvisvar sinnum úr axlarlið áður. Samkvæmt læknisráði væri heimska að fara í keppnina og gera einhverjar tíu eða fimmtán armbeygjur. Líf mitt náttúrlega hrundi þegar þetta gerðist og mér leið ömurlega. Þetta eyðilagði algjörlega andann hjá mér," segir Sólveig Einarsdóttir, sem þurfti að hætta keppni vegna meiðsla. Sólveig er samt ekki af baki dottin og ætlar að fara á keppnina og fylgjast með hinum spreyta sig. "Það kemur mót eftir þetta mót og auðvitað fer ég á keppnina og horfi á hina." "Ég er mjög fínn og allt er í góðum gír hjá mér. Nú er síðasta vikan fyrir keppni og þá er mikilvægt að hvíla sig vel. Ég tek síðustu æfinguna mína í dag eða í fyrramálið og hvíli síðan fram að keppninni. Ég verð að fá góða hvíld svo ég geti komið óþreyttur í keppnina," segir Ívar Guðmundsson, annar keppendanna sem Fréttablaðið hefur fylgst með síðustu vikur. "Ég held mataræðinu mjög stífu alveg fram á keppnisdag. Það er ekki gott að breyta út af vananum því þá gæti maður lent í vondum málum. Ég stunda létta hreyfingu eins og til dæmis göngu til að halda mér við," segir Ívar en síðasta vikan er mikið til fínpússing fyrir keppnina. "Núna hætti ég í ljósum og fer að snúa mér að brúnkukreminu. Maður þarf að byrja að gera tilraunir með það þrem dögum áður. Það er viss brúnn litur sem ég verð að ná sem sýnir mestan skurð." Ívar hlakkar að vonum mikið til keppninnar og lætur ekkert stöðva sig. "Þetta verður mjög gaman og það jákvæða er að keppnin er mjög skemmtileg. Keppendur hafa gaman af og styðja og hvetja hvern annan þó þetta sé keppni. Lykilatriði í svona keppni er náttúrlega stemningin og áhorfendurnir spila þar stórt hlutverk. Oft eru heilu stuðningsmannaliðin með sumum keppendum, sem er mjög gaman." Ívar segir að hvíldin sé mikilvægust og reynir því að taka því rólega þessa dagana.Mynd/E.Ól
Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira