Olíufélögin biðjast afsökunar 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent