Áfram samstarf milli olíufélaganna 9. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira