Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans hefur boðað til blaðamannafundar í Tjarnarsal Ráðhússins klukkan 18:30. Þar verður tilkynnt um hver taki við embætti borgarstjóra þegar Þórólfur Árnason lætur af störfum um næstu mánaðamót. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun það að öllum líkindum vera Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
R-listinn með blaðamannafund
