Hótað fyrir að kaupa Irving-olíur 10. nóvember 2004 00:01 Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboðinu en misst það út úr sér við forsvarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. "Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irving-olíur," segir Olgeir. "Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irving-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjörlega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur húsnæðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olíunni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt." Sigurður Eiríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. "Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu," segir Sigurður. "Vegna hótana olíufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma." Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda viðskipti undir þessum kringumstæðum, þess vegna hafi hann einfaldlega neyðst til að hætta. "Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okkur." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboðinu en misst það út úr sér við forsvarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. "Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irving-olíur," segir Olgeir. "Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irving-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjörlega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur húsnæðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olíunni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt." Sigurður Eiríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. "Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu," segir Sigurður. "Vegna hótana olíufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma." Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda viðskipti undir þessum kringumstæðum, þess vegna hafi hann einfaldlega neyðst til að hætta. "Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okkur."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira