Viðskipti innlent

Hlutafé fyrir 3,8 milljarða selt í Flugleiðum hf.

Hlutafjárútboði Flugleiða hf. er lokið. Voru seldir hlutir að nafnverði 420 milljónir króna á genginu 9,10. Nemur söluverð hlutafjárins því rúmum 3,8 milljörðum króna, en hlutafjárútboðinu var beint til fagfjárfesta. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að fjárfestar hafi óskað eftir að kaupa hlutafé fyrir tæpa 6 milljarða króna. Umframeftirspurn var því 56,4%. Stjórn félagsins hafði ákveðið að selja 350 til 420 milljónir hluta, samanber tilkynningu félagsins frá 3. nóvember. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að selja hlutafé að nafnverði 420 milljónir króna. Hlutaféð, sem selt var í hlutafjárútboðinu, skiptist í nýja hluti og eigin hluti. Á stjórnarfundi, sem haldinn var í Flugleiðum hf. eftir lokun markaða í dag, var ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 230 milljónir króna að nafnverði, með útgáfu 230 milljóna nýrra hluta. Hinir nýju hlutir veita hluthöfum félagsins sömu réttindi og aðrir hlutir í því frá skrásetningardegi hlutafjárhækkunarinnar sem fyrirhuguð er í næstu viku. Þar var jafnframt samþykkt að selja eigin hluti félagsins að nafnverði 190 milljónir króna. Heildarhlutafé félagsins eftir hækkun er 2.537.000.000 krónur að nafnverði sem skiptist í 2.537.000.000 hluti. Umsjónaraðili útboðsins var Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings Búnaðarbanka hf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×