Steinunn Valdís XVI 11. nóvember 2004 00:01 1908-14 Páll Einarsson. Lögfræðingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnarfirði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræðingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verkfræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíðina. Var mikilsvirkur í safnaðarstarfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verkfræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráðherra áður en hann varð borgarstjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og samhliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófessor í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. forsætisráðherra. Hann var líka formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lögfræðingur. Stundaði lögmannsstörf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eftir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræðingur. Fyrst kvenna til að ljúka lögfræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgarstjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabankastjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli loknum var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verkfræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vestfjörðum. Stofnaði eigin verkfræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgarstjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræðingur. Vann lengst af hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjörinn á þing og varð forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tímarita, útvarpsstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmdastjóri Útvarps og síðar útvarpsstjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opinberri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tók við embætti hundrað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann framkvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verkfræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmdastjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvennafræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
1908-14 Páll Einarsson. Lögfræðingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnarfirði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræðingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verkfræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíðina. Var mikilsvirkur í safnaðarstarfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verkfræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráðherra áður en hann varð borgarstjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og samhliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófessor í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. forsætisráðherra. Hann var líka formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lögfræðingur. Stundaði lögmannsstörf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eftir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræðingur. Fyrst kvenna til að ljúka lögfræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgarstjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabankastjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli loknum var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verkfræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vestfjörðum. Stofnaði eigin verkfræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgarstjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræðingur. Vann lengst af hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjörinn á þing og varð forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tímarita, útvarpsstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmdastjóri Útvarps og síðar útvarpsstjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opinberri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tók við embætti hundrað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann framkvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verkfræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmdastjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvennafræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira