Fyllsta öryggis er gætt 15. nóvember 2004 00:01 Jóhannes Kári Kristinsson, augnskurðlæknir á augnlæknastofunni Sjónlag, hefur verið að gera sjónlagsaðgerðir á augum síðan hann var í námi í Bandaríkjunum. Hann hefur skorið rúmlega þúsund augu síðan hann kom heim árið 2000. Ekki komast samt allir í aðgerð sem vilja: "Við gætum fyllsta öryggis og þrjátíu prósent þeirra sem koma í forskoðun geta ekki farið í aðgerðina. Ástæður geta verið ýmsar, galli á auganu, sérstaklega þó á hornhimnunni, og svo líka sjúkdómar eins og sykursýki, gigt, sjálfsofnæmi. Þau sjötíu prósent sem eftir eru komast í aðgerð. Við ýtum þó ekki á fólk að fara í aðgerðina og viljum að fólk kynni sér málið og taki sjálft ákvörðunina. Ég bendi sjúklingum á vefsíður þar sem fjallað er um málið á hlutlausan hátt. " Og margir hafa sýnt aðgerðunum áhuga."Ég geri kannski að meðaltali tíu til tólf aðgerðir á viku en fjöldi aðgerða hefur aukist um sextíu prósent frá í fyrra. Ég held að ástæðan sé sú að þetta spyrst vel út. Við fylgjum sjúklingnum eftir þangað til hann er ánægður og höfum reglubundið eftirlit í sex mánuði eftir aðgerð. Flestir sjúklinganna keyra þó sjálfir í skoðunina daginn eftir." Jóhannes telur áhættuna ekki vera mikla þótt auðvitað sé hún til staðar. "Það felst áhætta í því að vera með gleraugu og margar ljótustu sýkingar sem ég hef séð hafa verið af völdum sjónlinsa. Áhættan af laseraðgerðum er mjög lítil og ég fór sjálfur í þessa aðgerð um leið og ég gat og er mjög ánægður. Þegar ég þurfti að velja mér mann til að gera aðgerðina valdi ég kollega minn, Eirík Þorgeirsson, en sagði að hann yrði að gera hana á minn laser. Ég tók hinsvegar ekki valíum fyrir aðgerðina því ég þurfti að segja honum á hvaða takka hann átti að ýta." Heilsa Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Jóhannes Kári Kristinsson, augnskurðlæknir á augnlæknastofunni Sjónlag, hefur verið að gera sjónlagsaðgerðir á augum síðan hann var í námi í Bandaríkjunum. Hann hefur skorið rúmlega þúsund augu síðan hann kom heim árið 2000. Ekki komast samt allir í aðgerð sem vilja: "Við gætum fyllsta öryggis og þrjátíu prósent þeirra sem koma í forskoðun geta ekki farið í aðgerðina. Ástæður geta verið ýmsar, galli á auganu, sérstaklega þó á hornhimnunni, og svo líka sjúkdómar eins og sykursýki, gigt, sjálfsofnæmi. Þau sjötíu prósent sem eftir eru komast í aðgerð. Við ýtum þó ekki á fólk að fara í aðgerðina og viljum að fólk kynni sér málið og taki sjálft ákvörðunina. Ég bendi sjúklingum á vefsíður þar sem fjallað er um málið á hlutlausan hátt. " Og margir hafa sýnt aðgerðunum áhuga."Ég geri kannski að meðaltali tíu til tólf aðgerðir á viku en fjöldi aðgerða hefur aukist um sextíu prósent frá í fyrra. Ég held að ástæðan sé sú að þetta spyrst vel út. Við fylgjum sjúklingnum eftir þangað til hann er ánægður og höfum reglubundið eftirlit í sex mánuði eftir aðgerð. Flestir sjúklinganna keyra þó sjálfir í skoðunina daginn eftir." Jóhannes telur áhættuna ekki vera mikla þótt auðvitað sé hún til staðar. "Það felst áhætta í því að vera með gleraugu og margar ljótustu sýkingar sem ég hef séð hafa verið af völdum sjónlinsa. Áhættan af laseraðgerðum er mjög lítil og ég fór sjálfur í þessa aðgerð um leið og ég gat og er mjög ánægður. Þegar ég þurfti að velja mér mann til að gera aðgerðina valdi ég kollega minn, Eirík Þorgeirsson, en sagði að hann yrði að gera hana á minn laser. Ég tók hinsvegar ekki valíum fyrir aðgerðina því ég þurfti að segja honum á hvaða takka hann átti að ýta."
Heilsa Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira