Tekjuskattur lækkar um 4% 19. nóvember 2004 00:01 Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar. Tekjuskattur lækkar um eitt prósent nú um áramótin, eitt til um þau næstu og svo um tvö prósent árið 2007. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kynntu frumvarp þess efnis í dag en það var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Þeir segja lækkunina draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins og að mikil hækkun barnabóta muni koma barnafjölskyldum til góða, mest hinum tekjulægri. Þetta er pakki upp á 22 milljarða; stóriðjugróðinn að skila sér til fólksins í landinu segir forsætisráðherra - arðgreiðsla til almennings segir fjármálaráðherra. Hinn síðarnefndi segir von á miklum tekjuauka vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu en auðvitað sé nauðsynlegt að halda þétt um útgjöld ríkisins og annarra á næstu árum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að þetta komi fram núna þannig að aðilar sem séu að semja um kaup og kjör á næstu árum viti nákvæmlega hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir. Þetta auki ráðstöfunartekjur heimilanna um 4,5% á tímabilinu og töluvert mikið meira hjá barnafólki og því telji stjórnvöld þetta bestu leiðina til að koma aukningu ráðstöfunartekna til skila á næstu árum. Spurður hvort hann líti svo á að með þessu hafi loforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir frá því í síðustu kosningum verið efnt segir fjármálaráðherra svo vera. Það eigi reyndar eftir að fá niðurstöðu varðandi virðisaukaskattinn og vinnuhópur verður settur í gang í tengslum við hann. „En hvað varðar stóru þættina í tekjuskatti, eignaskatti og erfðafjárskatti þá er þetta komið í höfn með þessum breytingum,“ segir fjármálaráðherra. Samkvæmt dæmum sem ríkisstjórnin leggur fram hækka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund krónur í mánaðartekjur um 12.500 eða tíu prósent. Hjón með tvö börn og eitt undir sjö ára aldri og 300 þúsund króna mánaðartekjur hækka um 23.500 eða 9,5 prósent. Fjármál Innlent Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tekjuskattur lækkar um fjögur prósentustig á næstu þremur árum. Eignaskattur fellur niður og barnabætur hækka. Ráðstöfunartekjur hjóna með þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði hækka um rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur á mánuði, samkvæmt útreikningum ríkisstjórnarinnar. Tekjuskattur lækkar um eitt prósent nú um áramótin, eitt til um þau næstu og svo um tvö prósent árið 2007. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde fjármálaráðherra kynntu frumvarp þess efnis í dag en það var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Þeir segja lækkunina draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins og að mikil hækkun barnabóta muni koma barnafjölskyldum til góða, mest hinum tekjulægri. Þetta er pakki upp á 22 milljarða; stóriðjugróðinn að skila sér til fólksins í landinu segir forsætisráðherra - arðgreiðsla til almennings segir fjármálaráðherra. Hinn síðarnefndi segir von á miklum tekjuauka vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu en auðvitað sé nauðsynlegt að halda þétt um útgjöld ríkisins og annarra á næstu árum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að þetta komi fram núna þannig að aðilar sem séu að semja um kaup og kjör á næstu árum viti nákvæmlega hvað ríkisstjórnin ætlast fyrir. Þetta auki ráðstöfunartekjur heimilanna um 4,5% á tímabilinu og töluvert mikið meira hjá barnafólki og því telji stjórnvöld þetta bestu leiðina til að koma aukningu ráðstöfunartekna til skila á næstu árum. Spurður hvort hann líti svo á að með þessu hafi loforð Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir frá því í síðustu kosningum verið efnt segir fjármálaráðherra svo vera. Það eigi reyndar eftir að fá niðurstöðu varðandi virðisaukaskattinn og vinnuhópur verður settur í gang í tengslum við hann. „En hvað varðar stóru þættina í tekjuskatti, eignaskatti og erfðafjárskatti þá er þetta komið í höfn með þessum breytingum,“ segir fjármálaráðherra. Samkvæmt dæmum sem ríkisstjórnin leggur fram hækka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með eitt barn undir sjö ára aldri og 125 þúsund krónur í mánaðartekjur um 12.500 eða tíu prósent. Hjón með tvö börn og eitt undir sjö ára aldri og 300 þúsund króna mánaðartekjur hækka um 23.500 eða 9,5 prósent.
Fjármál Innlent Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp