Leiðist eldhúsið 22. nóvember 2004 00:01 "Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
"Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla
Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira