Graffití í nýja herbergið 25. nóvember 2004 00:01 "Ég var búinn að sjá svona graffítí niður í bæ og langaði rosalega í svoleiðis í herbergið mitt. Ég og vinir mínir teiknum svoleiðis á blað og þannig kviknaði hugmyndin. Allir vinir mínir eru núna frekar spældir og langar sjálfa í svona í herbergin sín," segir Alex en Rósa, móðir hans, fann "graffara" til að teikna á vegginn hjá honum. "Ég þekki Steina, sem er guðfaðir graffítisins, og hann benti okkur á Orra sem samþykkti að gera svona í herbergið hans Alex. Þetta er tréveggur og ég sagði við manninn minn að ég vildi helst setja graffítí líka hinu megin og taka vegginn síðan með ef við flytjum," segir Rósa og hlær. "Annars langar mig í svona á einn vegg í stofunni eða kannski á striga sem málverk. Mér finnst þetta ótrúlega flott," bætir Rósa við. "Graffarinn" sjálfur, Orri, er búinn að fikta við þetta síðan hann var sextán eða sautján en hann er 24 ára í dag. "Þegar ég byrjaði kunni ég eiginlega ekki neitt og prófaði mig bara áfram. Ég er rólegri núna en ég var og er ekkert að stelast út um helgar lengur. Ég hef aðeins öðruvísi metnað núna," segir Orri. Orri er búinn að gera graffítí á annan vegginn hjá Alex og á eftir smá á öðrum vegg. "Þetta er það nálægt manni að ég þarf að gera öll smáatriði mjög vel. Ég mætti hingað klukkan tíu einn morguninn og var ekki búinn fyrr en um hálf fjögur leytið þannig að þetta er frekar tímafrekt. Fyrir það var ég búin að vinna undirbúningsvinnu, teikna skissur og svoleiðis," segir Orri sem "graffar" töluvert í heimahúsum hjá fólki en þess á milli úðar hann líka á striga. Graffítíð setur vissulega sérstakan svip á herbergið hans Alex. Í verkinu stendur nafn Alex með mjög skemmtilegum stöfum og það gerir verkið enn persónulegra. Graffítí er góð leið til að brjóta upp rými og er ekki ósvipað veggfóðrinu sem tröllríður öllu um þessar mundir. Ekki er ósniðugt að setja svona á einn vegg í herbergi til að skapa smá karakter á nýjum stað. Verkið þarf auðvitað að tóna við persónuna sem býr í herberginu og gerir þetta töff graffítí hjá Alex það svo sannarlega þar sem Alex er algjör töffari sjálfur. Og engin furða að allir vinirnir séu hálf afbrýðissamir út í þessa skemmtilegu tilbreytingu - en þeir koma þá bara oftar í heimsókn. Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
"Ég var búinn að sjá svona graffítí niður í bæ og langaði rosalega í svoleiðis í herbergið mitt. Ég og vinir mínir teiknum svoleiðis á blað og þannig kviknaði hugmyndin. Allir vinir mínir eru núna frekar spældir og langar sjálfa í svona í herbergin sín," segir Alex en Rósa, móðir hans, fann "graffara" til að teikna á vegginn hjá honum. "Ég þekki Steina, sem er guðfaðir graffítisins, og hann benti okkur á Orra sem samþykkti að gera svona í herbergið hans Alex. Þetta er tréveggur og ég sagði við manninn minn að ég vildi helst setja graffítí líka hinu megin og taka vegginn síðan með ef við flytjum," segir Rósa og hlær. "Annars langar mig í svona á einn vegg í stofunni eða kannski á striga sem málverk. Mér finnst þetta ótrúlega flott," bætir Rósa við. "Graffarinn" sjálfur, Orri, er búinn að fikta við þetta síðan hann var sextán eða sautján en hann er 24 ára í dag. "Þegar ég byrjaði kunni ég eiginlega ekki neitt og prófaði mig bara áfram. Ég er rólegri núna en ég var og er ekkert að stelast út um helgar lengur. Ég hef aðeins öðruvísi metnað núna," segir Orri. Orri er búinn að gera graffítí á annan vegginn hjá Alex og á eftir smá á öðrum vegg. "Þetta er það nálægt manni að ég þarf að gera öll smáatriði mjög vel. Ég mætti hingað klukkan tíu einn morguninn og var ekki búinn fyrr en um hálf fjögur leytið þannig að þetta er frekar tímafrekt. Fyrir það var ég búin að vinna undirbúningsvinnu, teikna skissur og svoleiðis," segir Orri sem "graffar" töluvert í heimahúsum hjá fólki en þess á milli úðar hann líka á striga. Graffítíð setur vissulega sérstakan svip á herbergið hans Alex. Í verkinu stendur nafn Alex með mjög skemmtilegum stöfum og það gerir verkið enn persónulegra. Graffítí er góð leið til að brjóta upp rými og er ekki ósvipað veggfóðrinu sem tröllríður öllu um þessar mundir. Ekki er ósniðugt að setja svona á einn vegg í herbergi til að skapa smá karakter á nýjum stað. Verkið þarf auðvitað að tóna við persónuna sem býr í herberginu og gerir þetta töff graffítí hjá Alex það svo sannarlega þar sem Alex er algjör töffari sjálfur. Og engin furða að allir vinirnir séu hálf afbrýðissamir út í þessa skemmtilegu tilbreytingu - en þeir koma þá bara oftar í heimsókn.
Hús og heimili Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira