Bergsveinn aðstoðar Viggó 29. nóvember 2004 00:01 Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Sjá meira
Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Frá þessu var greint í gær en ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár. Viggó og Bergsveinn hafa þekkst lengi enda var Viggó fyrsti þjálfari Bergsveins í meistaraflokki en hann þjálfaði hann einnig í 2. flokki og í unglingalandsliðinu. "Nafn Bergsveins kom mjög fljótt upp og hann var minn fyrsti kostur í stöðuna," sagði Viggó Sigurðsson við Fréttablaðið í gær en hann mun láta Bergsvein sjá um markverði liðsins en markvörslu hefur oftar en ekki verið ábótavant hjá landsliðinu á stórmótum. "Ég treysti Bergsveini 100% í þetta starf enda hæfur maður og þar að auki mikill keppnismaður," sagði Viggó. Bergsveinn hefur lítið verið við boltann frá því hann aðstoðaði Einar Gunnar Sigurðsson, fyrrum þjálfara FH, fyrir tveimur árum. Hann játaði í samtali við Fréttablaðið að boð Viggós hefði komið honum á óvart. "Ég get ekki neitað því að ég varð frekar hissa þegar Viggó hringdi í mig. Ég átti alls ekki von á þessu," sagð Bergsveinn. "Engu að síður er ég klár í slaginn og treysti mér fullkomlega til þess að klára þetta verkefni. Ég bý yfir mikilli reynslu enda var ég með landsliðinu í tíu ár og hef farið á mörg stórmót. Ég mun að sjálfsögðu aðstoða Viggó á allan mögulegan hátt og þar að auki mun ég sjá um markverðina - þjálfa þá, horfa á spólur með þeim og sjá til þess að allt sé í lagi hjá þeim." Viggó er ákaflega líflegur þjálfari og hefur gantast með að hann verði að hafa aðstoðarþjálfara í Túnis sem geti róað hann niður þegar mikið liggur við. Bergsvein hlakkar mikið til að vinna með Viggó. "Ég kvíði engu í okkar samstarfi. Ég hlakka bara til og þetta verður örugglega gaman. Viggó er maður að mínu skapi, hreinn og beinn í samskiptum. Það er jákvætt því þá veit maður hvar maður hefur viðkomandi aðila," sagði Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Sjá meira