Engir landsleikir hér heima 30. nóvember 2004 00:01 Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira